Leikara raunir

Já, það er margt sem leikari getur þurft að ganga í gegnum á sýningum. Þá meina ég það sem áhorfendur komast aldrei að.

Til dæmis um daginn vorum við að sýna í sal án loftræstingar þegar hitabylgja gekk yfir. Dag eftir dag slagaði hitinn upp í 30 stig fyrir utann og ekki var mikið svalara í sviðsljósunum inn í leikhúsinu. Til að auka á gleðina þá var ég klæddur í þessu fínu ullarjakkaföt, svitinn bókstaflega lak af mér. Eitthvað sem áhorfendur tóku vissulega eftir. Það sem þeir ekki vissu var að ég hafði náð mér í þessa fínu haustflensu og var því þegar vel heitur þegar ég steig á svið. Að auki stóð öryggisnæla vel inn í bakið á mér svo blóð litaði skyrtubakið fallega rósrautt í bland við svitann. Þessi næla var sett til að stytta axlarböndin sem nú hættu að sinna hlutverki sínu svo buxurnar byrjuðu rólega að síga neðar og neðar. Þarna stóð ég rennblautur af svita, með nælu í bakinu og haldandi uppi buxunum með olnboganum. Á sama tíma og ég átti að vera veraldarvanur yfirstéttar enskur herramaður. Ég fór ekki af sviðinu fyrr en byrjun annars þáttar eftir að hafa tekið þátt í mikilli sviðsskiptingu svo ekki var annað í stöðunni en láta sig hafa þetta.

Blessaðir áhorfendurnir sitja svo bara þarna í mesta sakleysi og renna hafa gaman af því sem er borið á borð fyrir þá. Og hugsa líklega, hann Unnar Geir hefur nú oft verið betri. Það er eins og hann sé eitthvað annars hugar.


Fjársjóður

Ég flutti allt dótið mitt hingað til london. Sem sagt allar mínar veraldlegu eigur, svona til að gera mér ljóst að hér bý ég.  Eitt að því sem ég fann þegar ég fara að fara í gegnum þetta allt saman. Voru skrifin mín, allt sem ég var að semja. Allt frá því að ég var 10 ára eða svo. Það sem mér finnst dýrmætast var stílabók, sem ég samdi leikrit í þegar ég var í sveit hjá afa og ömmu í hleinó. Ég á eftir að fara yfir hana en það verður spennandi að sjá. Mest er þó samið í kringum tímann þegar ég flutti suður, svona 19 til 20 ára. Rusl mest megnis og annsi tilgerðarlegt eins og

                                          Tilveran er skopparabolti í höndum örlagana.

Mér hefur líklega fundist þetta mjög djúpt. Annað er bara nokkuð gott eins og leikrit um litla stelpu sem leitar að jólunum og annað um mann á geðsjúkrahúsi. Nokkuð gott segi ég og skrifa en ekkert sem mun líta dagsins ljós nema eftir mikla endurskoðun. En það var gaman að finna þetta.

Annars er allt gott að frétta hér. Skítblankur, sakna þess að vera á námslánum. En ég næg þessu líklega upp á eðlilegt horf fyrir jól. Vona ég, svona allavega svo ég komist heim um jólin.

Blessaðir ruslakallarnir eru fyrir utan, óborganlegt að hlusta á tuðið í þessum körlum. Þeir eru eitthvað fúlir yfir draslinu fyrir utan næstahús. En fólk virðist stunda það að stinga af án þess að borga leigu og skilur allt sitt innbú eftir. Þá mæta snillingarnir sem leiga út íbúðirnar og henda öllu út á götu. Við fátæka fólkið hirðum það sem okkur langar í og restin er skilin eftir handa ruslaköllunum til að fjarlæga. Um daginn fann ég þessar fínu yoga mottur, alltaf að græða. 

Annars finnst mér merkilegt með þessa menningu að skilja eftir dót á gangstéttinni sem gagnast þér ekki lengur. Þannig geta þeir sem hugsanlega gætu notað hlutina hirt þá milliliðalaust. Mér fannst þetta erfitt fyrst. Svolítið rónalegt, en hvað með það þetta eru fullkomlega heilir hlutir, því ekki? Nú, á ég þetta flotta sjónvarp og yoga dýnur. Á móti er ég búin að henda út fötum, skóm, bókum og húsgögnum og allt horfið á örskotsstundu og allir hressir.

Allir hressir?

 


Auðmýkt

Íslendingar þurfa að læra auðmýkt og sýna þakklæti.

NorðurljósÁ Íslandi lýsa norðurljósin upp himininn á veturnar og miðnætursólinn á sumrin. Loftið er ferkst, og vatnið úr krananum betra en dýrasta flösku vatnið hér í london. Gæða matvara og matreiðsla hvar sem er á landinu. Sundlaugar í nánast hverju einasta byggðarlagi og opnar allan ársins hring. Ósnortin náttúra aðeins stuttan bíltúr í burtu. Og það allra besta og Íslands dýrasta eign er þögnin, líklega okkar best geymda leyndarmál. Því þú veist ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur, þegar kemur að þögninni.

Já, já þetta er allt gott og blessað en hjálpar okkur ekki að borga skuldirnar. Rétt er það, en hvernig væri nú að reyna vinna saman og koma með lausnir. Heldur en að grýta eggjum og rífa kjaft. Að sitja tuðandi við eldhús borðið hjálpar ekki neinum og leysir engar flækjur. 

Við höfum margt að þakka fyrir, listirnar blómstra og en eru allir kostir íslands ykkur fríir.  Ástandið er slæmt en það er að batna því það er verið að vinna í málunum auðvita má margt betur fara, en tuð, nöldur, væl og almenn leiðindi hjálpa engum. Hvernig væri nú að knúsa ættingja og vini og þakka fyrir allt fallegt og gott sem við eigum. Það að íslendingar sé sjálfstæð þjóð er næstum kraftaverk. Við erum allt of fá, jú við erum smáþjóð en þjóð engu að síður. Og við megum vera stolt en mont og stolt er ekki það sama.

Til gamans má geta þess að íslendingar eru rétt yfir 300 þúsund, í london einni eru yfir 500 þúsund samkynkhneigðir, íbúar smábæjarins Oxford eru rúm 300 þúsund og að lokum, yfir 5 milljón íbúar london þjást af ofvirkri þvagblöðru.

Ég bara varð að tjá um þetta, því mér leiðist frétta flutningurinn frá íslandi. Það er eins og ekkert gott sé að gerast í þessu landi. Eitthvað sem ég bara neita að trúa.


Skýrsla

Jæja, ég held að ég sé búin að halda upp á afmæli móður minnar nógu lengi.

 

Ég þjónaði eigmanni drottningar til borðs í gær, hress gaur. Virtist bara nokkuð brattur og reitti af sér brandara og drakk öl.

Sýningar á Earnest gengu vel og nú er bara að skella sér í næsta verkefni. En við baldvin erum að setja saman grín heimildarmynd. Segi frá þegar nær dregur frumsýningu.

 Annars er þetta bara allt við það sama. Þjóna, kenna og æfa þetta gengur svona sinn vana gang.

 Búin að vera hérna sem íbúi í tvo mánuði. Sem sagt ekki námsmaður heldur maður sem vinnur og borgar skatta, tuða yfir veðrinu og agnúast út í samgöngukerfið. Og jú, jú get alveg hugsað mér að búa hérna. En samt, ég bjó á íslandi í 28 ár þar eru allir mínir ættingjar og vinir. Auðvita á ég vini hér en samt ég hef bara verið hér í 4 ár svo það er ekki alveg sami grunnurinn. Að auki þekki ég betur inn á markaðinn heima heldur en hér úti. En á móti kemur hér eru milljón tækifæri á móti hverju einu á íslandi. Samt rekar hugurinn frekar heim á vestur endann í london þegar ég að velta fyrir mér framtíðinni.

En við skulum sjá hvað setur.

 En mikið ljómandi er nú leiðinlegt að fylgjast með fréttum af alþingi. Allir tuðandi kvartandi en enginn bíður neinar lausnir. Er þetta ekki vandamál þjóðarinnar allrar? Hvernig væri nú að hætta að haga sér eins og sérvitrir einsetu karlar og drullast til að þagna og fara vinna. Koma þessu í gang halda upp á það sem gott er og taka höndum saman og leysa þá hnúta sem en eru óleystir. Hana nú!

 


Mamma Bogga!

Já, hvað haldið þið? Er ekki nema bara búið að slá til afmælis á Selási 16. Og Boggan sjálf í aðalhlutverki. Sem sagt hún mamma á afmæli í dag. Til lukku með daginn og njótu, mamma mín.

Mamma og Litla SkottMamma og hún litla mín.


Gengur þó hægt gangi.

Já, þessi umboðskonu drusla er ekki að vinna fyrir laununum mínum. En hlutverkin hrúgast inn þó lítið sé verið að borga fyrir þau. Var að klára eina sýningu á laugardaginn og svo byrja æfingar fyrir The Importance of Being Ernest eftir homsuna Oscar Wilde í fyrramálið. Ég leik að sjálfsögðu Ernest enda leik ég bara aðalhlutverk nú orðið :)

Svo var leikfélag menntaskólans á Egs eitthvað að gera hosur sínar grænar fyrir mér. Sem væri bara frábært þannig ef þið vitið um einhver spennandi verkefni fyrir austan eftir áramót og eruð í vandræðum með að losna við peninga endilega látið mig vita ;)

Já, það held ég nú. 

Svo er aðeins byrjað að hausta hér.


Unnar hinn eldri

Jæa, hann pabbi minn gæskurinn á afmæli í dag. Það fer nú að styttast í 100 ára afmæli okkar feðga, en pabbi er 30 árum eldri en ég. Fyrir 2 árum héldum við upp á 90 ára afmælið okkar eins og frægt er orðið. Þannig nú þurfum við að plana eitthvað rosalegt.

Innilega till hamingju pabbi.

jol_10_023.jpgHehe :)


Afmælisdrengurinn Sæþór

Hann litli frændi minn á afmæli í dag. Mikið væri nú gaman að vera einhvern tímann í veislu hjá honum. En það verður líklega ekki fyrr en ég verð komin með einkaþotuna ;)

Bestu óskir um bjarta framtíð og hamingju í dag og ávalt.

sumar2011ice_031_-_copy.jpg


Það tókst.

Komin með umboðsmann. Ekki málið, elskan.

Ég var búin að undirbúa svaka ræðu og úthugs þetta allt. En Sue sjálf var ekki við svo hommalingurinn William tók á móti mér. Hann vissi nú ekki mikið um þetta nema að Sue vildi setja mig á skrá, svo hann setti mig bara á skrá.

Ekki lengi að þessu strákurinn.


Allt að gerast.

Já. heldur betur.

Innbúið komst allt heilt og óskemmt alla leið heima að tröppum. Tók smá stund að koma öllu fyrir hérna í herberginu mínu. En er allt komið á sinn stað og ég er ekkert smá hamingjusamur. Í fjögur ár hef ég verið að nota fundin og annara manna húsgögn, en núna er allt mitt hér. Yndidlegt.

 Jamie Oliver er nýji bossinn minn. Sem sagt yfirmaður, ekki botn. Hann var að taka yfir bátinn sem ég hef hvað mest verið að vinna fyrir. Voða stemning og matur alveg frábær. Sömu skítalaunin en samt stuð, jafnvel stuð að eilífu eins og skáldið sagði.

Ég er að fara í fyrsta viðtalið mitt við umboðsmann í dag klukkan 3. Spennandi hvað kemur út úr því.

Svo er bara enn þá sumar og sól hér í borg.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband