Englaraddir

Ég var að rölta heim eftir æfingu um daginn, þunghugsi. Því þetta er fyrsta skipti sem ég leik aðalhlutverk eftir að ég kem hingað út. Efasemdir um að ég myndi ráða við þetta og annað viðlíka flögraði um hugann. Þegar allt í einu heyri ég barnakór syngja í reggí sveiflu Every little thing is gonna be alright eða Hver einasti litli hlutur á eftir að verða í lagi í beinni þýðingu. Þarna sungu krakkarnir úr öðrum grunnskólanum hér við götuna, öll í einum kór á sviði skreytu ótal þjóðfánum. Enda er þetta mjög alþjóðlegt hverfi. Tilviljun? Pottþétt en engu að síður kom þetta mér í hið besta skap og ég þakkaði fyrir að fá þetta tækifæri til að takast á við og læra sem mest áður en ég kveð skólann. Mest er ég þó þakklátur fyrir að hafa val um gera það sem mig langar að gera í lífinu.

Lífið er yndislegt sungu einhverjir, og í þetta sinn er ég algjörlega sammála.

Lífið heil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband