Nýtt ár

Já nýtt ár runnið upp.

Spurning hvað verður úr því.

Ég klára skólann formlega, hjartanlega og ævinlega í vor. Þá kemur í ljós hvernig gengur að standa á eigin fótum og loksins upplifa drauminn. Fyrsta skipti sem ég nálgast þennan bransa sem atvinnumaður. Get ekki annað sagt en ég hlakki til.

Leikstjórnin gekk vel og ég veit hvað það var sem ekki var að ganga upp og hvers vegna. Aðalmálið er að halda í sína sannfæringu og vera samkvæmur sjálfum sér. Mig klægjar í fingurnar að byrja leikstýra aftur,spurning hvað kemur upp í hendurnar á manni næst.

Það var fyndið að vinna útskrifuðum leikara frá skólanum og sjá hann brjóta allar reglur sem okkur hafa verið settar. Það var eins og hann væri að prufa hversu langt hann kæmist með mig, spilaði sig voða merkilegan og vildi litla sem enga leikstjórn. Svo þegar ég gaf honum þá engan gaum, kvartaði hann yfir að fá enga leiðsögn. Þá gerði ég honum bara ljóst að svo lengi sem hann ynni vinnuna sína og væri á réttri leið hefði ég ekkert við hann að segja, ég ætlaði ekki að fara gefa honum nótur bara til að gefa honum nótur. Hann mætti alltaf seint og við vorum endalaust að færa til æfingar og tímasetningar fyrir hann. Steininn tók samt úr þegar hann tilkynnti mér á föstudeginum fyrir lokavikuna að hann væri raddlaus og ég skildi finna annan leikara. Ég varð svo reiður að ég gekk út, kom svo aftur og sagði honum að hann yrði komin með rödd eftir viku og hann ætti bara að þeigja fyrir utan æfingar þangað til. Við heldum svo æfingum áfram og hann skilaði mjög góðri vinnu, en enginn af þeim 30 leikstjórum sem eru að læra við skólann munu nokkurn tíman vinna með honum né þeir fimm sem vinna við skólann. Þetta sýnir bara enn einu sinni hversu orðstýr þinn hefur mikið að segja og enginn kemst upp með það sýna fólki vanvirðingu og dónaskap. 

Það var gott að hitta fjölskylduna og vini, verst að ná ekki að hitta alla. En ég ætla ekki að láta svona langt líða milli heimsókna. Það er erfitt að þeytast svona á milli fólks og varla ná í skottið á sjálfum sér. 

Heimferðinn gekk vel enda enginn snjókorn að þvælast fyrir greyið bretunum í þetta sinnið.

Svo er það bara jóga kennsla í fyrramálið, það verður gaman að sjá hvernig þau koma undann jólafríi.

Gleðilegt ár, koma svo!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband