Jóga

Ég kenndi um daginn annsi skemmtilegan jóga tíma.

Þarna voru saman komnar alls konar gerðir af konum ein ljóshærð og hávaxinn, ein japönsk og stutt, ein thailensk og rosa mjó, ein þýsk og óheppin í andlitinu, ein svört og sver, ein bresk og læramikil, ein svaka hress, ein gömul og fúl, ein svaka pirruð og svo nokkrar bara venjulegar og einn skrítinn grískur kall. Þetta var einn skemmtilegasti tími sem ég hef kennt, enda þessi fjölbreytileiki það sem mér finnst skemmtilegast hér í london.

Hingað er fluttur ungur ítali sem varla talar ensku og feimnari en allt það sem feimið er. Hann sat bara og starði á vegginn í herberginu sínu svo ég bauð honum yfir að horfa á dvd.

Hann ákvað að reyna spjalla svolítið. Fyrst sagði hann, þú ert strákavinsamlegur. Ha? sagði ég. Já, þú ert vingjarnlegur en ég er svo feiminn. Já, ókei sagði ég og gerði ráð fyrir að hann væri að beinþýða ítölskuna og hafði bara heppnast svona illa. Þetta kom reyndar sérstaklega illa út á ensku eða you are boyfriendly? Næst eftir að hafa spurt um fjölskylduna mína spurði hann mig um aldur, 31 svarði ég. Líkar þér við yngri? sagði hann þá. Ha? sagði ég. Já, ég hélt að þú værir svona 22-24 ára, segir hann. Já, ókei takk sagði ég og hugsaði þetta átti örugglega að þýða þú lýtur út fyrir að vera yngri. Á ensku sagði hann sem sagt You like young en átti við You look young.

Þetta samtal varð ekki mikið lengra þar sem mér var alveg hætt að lítast á blikuna. Svo ég bara lánaði honum tölvuna mína svo hann gæti sent mömmu sinni tölvupóst.

Gaman hér á bæ, þó stundum pínu vandræðalegt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband