Útvarpsleikhús

Sit í eldhúsinu og naga ristaðbrauð. Í útvarpinu hljómar útvarpsleikhúsrásinn. Hér er nefnilega heil rás tileinkuð leiknuefni fyrir útvarp. Nú er eitthvað svona skemmtikvöld í gangi eins og gert var í gamla daga á rúv.  Tveir kynnar skemmta gestum í sal(í útvarpssal) segja brandara og leika stutta þætti.  Þemað er endurlífgun, þetta eru svona fimmaura brandarar.

Unnar Geir steppaði í dag Grease-dans. Einkar skemmtlegt að horfa á. Eins fengu balletfæturnir kennarann til engjast um af þrá. Sko, hana langar i svona fætur. Ekki að hún þrái mig, ekkert svoleiðis. Annars sungum við eitthvað sound of music lag í dag. Og guð minn góður hvað það var hræðilega leiðinlegt. Þetta var lagið sem hún syngur þegar börnin og hún sýna föðurnum brúðuleikhús. Það er til dæmis jóðlað í þessu blessaða lagi. Jóðl er eitthvað það versta sem mannsröddin getur framleitt. Kannski frekjuast 5 ára barns klukkan hálf fimm á föstudegi í röðinni í Bónus, hljómi verr. Veit það samt ekki.

Nú í kvöld ætla ég snemma í bólið. Ég nefnilega vakanaði upp af martröð klukkan 4 í morgun og þegar ég var að sofna. Þá hrundi bókastaflinn á ganginum með miklum látum. Og ég hugsaði strax að Chris hefði farið sér eitthvað að voða. Kannski drukkið aðeins of marga Guinnesa. En ég bara nennti ekki að fara fram úr. Æi, ég finn hann þá bara í fyrramálið, hugsaði ég. Annars er rúmið að fara með mig. Þetta er eitthvað ikea sett. Rúmpallur eins og er undir beljunum, æi þið skiljið svona bás. Á hann er svo lagður dýnuræfill, alveg nógu þykkur. En undirlagið er grjóthart og gefur ekki mikið eftir. Ég ætla að koma mér sem fyrst í Ikea og kaupa eggjabakka yfirdýnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ..eggjabakkadýna klárlega best..en hefði viljað sjá Grease-dansinn

Aðalheiður (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 19:06

2 identicon

Hlakka til að sjá einhvern naga ristabrauð... og er til í ruv skemmtiþátt :-) kv. Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.