Áfram ísland

Ég sá Kafka sýningu Vestursports í gærkvöldi. Mjög flott leikmynd, góður leikur og frábært framtak. Björn Thors er óumdeilanlega stjarna sýningarinnar. Þar sem hann sýnir traustann leik við erfiðar aðstæður. En hann hangir mest allt verkið ýmist á veggjum eða á hvolfi í loftinu. Leikmyndin er nefnilega þannig að dagstofan sem snýr fram til okkar áhorfanda er á neðri hæðinni. Herbergi sonarins á efrihæðinni er hinsvegar þannig að gólfið snýr fram til okkar. Það er eins og við horfum á herbergið ofann frá. Þetta er megin galdur verksins, því fyrir syninum er þetta eðlilegt og þyngarafl herbergisins virkar á hann einungis. Aðrir fjölskyldumeðlimir hræðast hann og herbergið og loka inni. Hann hefur breyst í skrýmsli sem gefur frá sér ógurleg óhljóð , þegar hann gerir tilraun til að tjá sig. Hann hinsvegar heyrir ekki þau ekki, hann getur ekki séð að hann hafi breytst.

Leikhópurinn Elva Ósk(móðirinn), Unnur Ösp(dóttirinn), Björn Thors(sonurinn) og Faðirinn leikin af bresku leikara og annar bretir leikur nokkur smáhlutverk. Skilar góðri vinnu undir traustir leikstjórn Gísla Arnar. Samt er framburðurinn misjafn Elva Ósp með sterkann íslenskann hreim, Unnur Ösp með mildari og Björn Thors nokkuð hreinn og svo bretarnir með RP. hreiminn. Það hefði kannski átt að finna einhvern milliveg, þar sem verkið gerist í þýskalandi(að ég held). En Unnur Ösp var flott sérstaklega þegar dóttirinn þroskaðist og tók stjórnina yfir bróður sínum. Elva Ósp sýndi jafnan leik gegnum sýninguna. Bretarnir bara nokkuð góðir. Björn hinsvegar hangandi á veggjum eða í loftinu skilaði mjög góðri vinnu. Fagmannlegt að geta haldið leiknum án þess að missa sig algjörlega í að hugsa um fimleikanna. Leikstjóra einkenni Gísla koma sterkt fram í formi fimleikanna og smá trixum eins og þegar móðirinn dettur yfir eldhúsborðið og handaband herr Fischer og Föðursins. Loka senann var líka yndislega falleg og alveg a la vesturport. Allt þetta litla óvænta sem birtist gegnum alla sýninguna. Gerir það að verkum að hver og einn í salnum fylgist einbeittur og eftirvæntingar fullur með hverju andartaki. Svona á að gera leikhús.

Eftir sýninguna hitti ég svo Baldvin bekkjarfélaga minn heima hjá Jökli og Freydísi. Það var stuð spjallað og sungið. Sungum lög úr textasafni Jomma, mikil snild. Svo skelltum við okkur á sveitta rokka billy búllu.  Það var spes, segi frá því seinna.

Annars fékk ég hlutverk í útskriftar sýningu. Venjulega fá 1.árs nemar ekki að taka þátt. En ég syng upphafslag verksins. En það er engin hætta á að ég ofmetnis því ég keyri líka ljósin í verkinu. Þannig strax eftir sönginn sest ég niður og fer að vinna. Jebb, smá sigrar en sigrar engu síður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með hlutverkið.  

Glæsilegt

Lísa 

Lísabet (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 19:10

2 identicon

Það er bara allt að gerast þarna hjá þér! sá Hamskiptin, sýninguna sem þú ert að lýsa. Þá var það Garðar Gísli .. nei hvað heitir hann, sem lék hinn lafandi son.  Rosa flott. Sá þáttur úr sýningunni. En of þunglyndislegt verk að mér fannst, of þungt án þess innihalds sem ég hefði þá viljað fá í staðinn miðað við dumbunginn. 

Fór í Ikea og í beinu framhaldi af því segi ég; ,,ekki fara" að kaupa rúm í Ikea. Bara  EKKI Fara í IKEA. Nema verslunin sé minni en okkar. Bara ekki fara. Þetta skemmdi annars góðan dag. Og ég meina tími er dýrmætur.  Bara sumu á maður að sleppa.

En skápurinn sem ég keypti á eftir að koma að notum, það er ekki það.....

Jæja kappur, bara hress í London?við erum með snjó í Reykjavik upp á miðjan kálfa. Það er langt síðan það hefur gerst. Bara þota notuð í leikskólann. Lífið smá ævintýri. Hjá börnunum.  mínus sex gráður í dag í borginni.  Jóhannes er með geim-dellu.  Allt notað og eldur út úr öllu í öllum myndum. Frábært skeið. Geimbúningur hans er mjólkurferna teipuð á bakið. Og svo er geimsími og geðveikt geimskip í leikskólanum búinn til úr stórum kubbaeiningum.  GEÐVEIKT.  Og svo er það eldgítar.  Gítar með eld. 

Framsókn að deyja.  Er verið að tala um það í London?!:-)

Kv. Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:09

3 identicon

vúhúú

heyrðu þetta er stór sigur hjá þér, hugsaðu um alla hina sveittu kappana sem að fá ekki að gera neitt hahahahahaha síðan eru kjósamenn ómissandi í svona sýningum.

hef ekki spilað trivial síðan þú varst heima, enginn vill spila við mig trivial síðan þú varst heima.......ég fór líka í leikhús hér á Eg. sitý, man ekki alveg hvað sýningin heitir eitthvað fugl, held svartur fugl. Aðeeinnnss of þungt stykki fyrir drottninguna en leikararnir voru bara mjög fínir, annars finnst mér alltaf jafn fyndið þegar ég er í leikhúsi og orðið typpi eða ríða er nefnt einhvers staðar í setningu og þá fara leikhúsgestir alltaf að hlægja, þetta var til dæmis mjög alvarlegt verk og verið að ræða mjög alvarlega hluti og svo segir stelpan þessi orð og þá heyrist bara tíhíííhííí fyrir aftan mig...........drottningin var alveg að láta þetta fara í taugarnar á sér og alveg tilbúin að láta vaða í hausinn á næsta manni fyrir aftan mig.........jæja hafðu það gott og kíki við á morgun.

kv

adda

adda (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:31

4 identicon

heyrðu aarrrggg þetta átti að vera ljósamenn ekki kjósamennn ahahahahahahaha

adda (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:32

5 identicon

hæ..til hamingju með hlutverkið..ég meina ljósin eru stór partur af sýningunni..

Aðalheiður (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:46

6 identicon

Til lykke Úna Star!

Tinna (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband