Allt er gott

Allt er gott á meðan nóg er að gera, eða svo er sagt. Nú er allt komið á fullt en á nýjan leik. Ég var að leika í þremur sýningum í kvöld. Fyrst lék ég 17. ára bóndason sem gerði hosur sínar grænar(Er það svona sem maður segir/skrifar þetta?) fyrir ungum stúlkum. Þá tók við læknir sem gekk um gólf og vorkenndi fólki með augunum. Kvöldinu lauk svo með kaupmanni sem var uppi löngu fyrir krist en hann gekk um í pilsi, og vorkenndi ekki hræðu. Þetta gekk bara vel, held ég.

Það gekk líka vel í fimleikunum í dag við getum núna farið skammarlaust í kollhnís bæði aftur á bak og áfram. Það verður nú að teljast nokkuð gott eftir einungis 4. mánaða þjálfun. Mér gekk líka vel í stillum, en þá stöndum við í kyrrstöðu og höldu hugsun persónu sem við höfum skapað. Vitiði hver galdurinn er? Að gera sem minnst, bara hugsa nú er ég kaupmaður og sjá svo líf hans fyrir sér.Þegar maður fer að gera eitthvað meira eins já ég verð að hreyfa mig svona, tala svona eða ég verð að sjá þessar hugsanir. Þá verður leikurinn falskur og ótrúverður. Þetta er ekkert mál þegar maður bara gerir það, en það er andskoti erfitt að bara gera það.

Svo er ég að keyra hljóðið fyrir sýningu í fullri lengd sem sett er upp í skólanum, en 2-3 árs nemarnir fá bara að taka þátt. Við smákrakkarnir á fyrsta ári erum bara vinnumaurar.

Meira seinna, lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.