Hundrað ára

Í dag kenndi okkur hundrað ára maður. Hann var samt ekki í alvörunni hundrað. Hann bara talaði þannig en í útliti var hann sjötíu og e-ð en í anda 25 ára. Til að gera ljóst hvað ég er að tala um, þá var gamal maður sem hreyfði sig eins og unglingur að kenna okkur. Hann starfaði sem látbragðsleikari en kennir núna tölvufólki að tengjast líkama sínum á nýjan leik. Blessaður maðurinn kom sem sólargeisli í sólmyrkva... eeeða  e-ð svo leiðis. Sem sagt, að vinna með þessum manni gerði það að verkum að ég hef fundið inblásturinn á nýjan leik. Ég hef meiri trú á eigin hæfileikum og lífið er bjartara og leiðin er greiðari í dag en hún hefur verið lengi. Hann kenndi okkur að finna þyngdarpunktinn í líkamanum( Hann er þremur sentimetrum fyrir neðan nafla) og hugsa líkaman út frá honum. Upp, niður og til hliðar, út frá miðjunni skín svo bjart ljós. Þetta ljós getur lýst upp allan heiminn ef við viljum. Hann bað okkur svo að kveikja á litlu brosi, frá miðju punktinum og alla leið til auganna. Allt í lagi þetta hljómar skrítið en þetta var samt frábært. Þessi tilfinning sem kviknaði þarna var ótrúleg. Brosið fyllti augun af tárum og mér fannst ég gæti ferðast hvert sem var. Þetta er líklega fyrsta skipti sem ég upplifi hvernig hugleiðing virkar.  En á sama tíma var ég svo jarðtengdur að mér fannst að ef ég tæki skref áfram myndi öll byggingin fylgja mér.

Annars... keyrði ég hljóðið á rennsli í kvöld og sýningin á Draumi á Jónsmessunótt er ekki eins góð og ég hafði þorað að vona. Vonbrigði, aðeins tveir af tíu leikurum léku af þeim gæðum sem ég myndi halda að skólinn stæði fyrir. En hvað með það. Áfram, áfram.

Ég stækkaði um þrjá sentimetra í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vona bara að þér gangi vel.Þú ert greinileg alltaf að læra eitthvað nýtt.Ég skil nú víst svona hugleiðslu dæmi ekki vel

Mamma (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:07

2 identicon

ég er líka að reyna að finna þyngdarpunktinn... held að ég þurfi að safna stærri rassi til að fá fullkomið jafnvægi.

Helga (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:46

3 identicon

vó.. flott lýsing úr tímanum, ég sé kallinn alveg ljóslifandi fyrir mér og er bara alveg fallin inn í þessa mynd... tenging við guð! ha.

Jájá, ég skil punktinn frá Helgu, ég er kannski ekki alveg búin að finna ljósið með uhm... hérna... þyngdarlögmálið, þyngdarpunktinn,þyngdarlóðin...uhm.. en ég get alveg lifað mig inn í þetta sem þú sagðir og fundið ljósið ... hið innra!

Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:01

4 identicon

þetta er eiginlega partur af kuntalíni hugleiðslu, mjög sniðug. Hún byggist á nokkrum punktum á líkamanum sem þú virkjar. Og aðal punkturinn er einmitt þessi sem þið voruð að læra um. Einn partur af hugleiðslunni er að liggja á bakinu og hafa báðar hendurnar yfir þessum punkti og einbeita sér að það sé ljós í höndunum á þér sem kemur þá frá þessum punkti. Þannig áttu að liggja og hafa líka hægri fót aðeins yfir vinstri ristinni. Veit ekki af hverju en svona er þetta víst.. mjög sniðugt. 

Frábært hvað þér gengur vel og alltaf jafn skemmtilegt að lesa bullið í þér. Hlakka mikið til að sjá þig þegar þú kemur heim um páskana.

 kv. Hildur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.