Súkkulaðirjómanammi bumba

Aaahhhhh Jæja þá er búið að ferma grísinn. Það gekk bara allt mjög vel. Athöfnin var gull falleg í bakkagerðiskirkju. Við pabbi og Hildur vorum sett í kirkjukórinn og jörmuðum með öll í kór. Hildur spilaði undir þegar ég söng Guð gaf mér eyra með nýju röddinni minni. Það var gaman að frumsýna hana, þótt ég hafi verið svolítið stressaður því ég hef ekki notað hana hér. Sú gamla hefði kannski átt betur við þar sem þetta var í kirkju en þetta lukkaðist nú allt. Við vorum bara að koma heim neðan frá Borgarfirði með allt draslið og eitt mjög hamingju samt fermingar barn. En hún litla systir stóð sig vel í gær og það voru stoltir foreldrar og montinn systkyni sem fylgdu henni að altarinu í gær. Það var samt töluvert sem fólk ekki náði að troða í sig og sitjum við því uppi með slatta af kökum, brauði og brekkubæjarflatbrauði.

 En Unnari Geir tókst þó að vera miðdepill athyglarinnar um tíma. Því ég fór að æfa að standa á haus en það var heimavinnan mín í yoganu. Það gekk nú ekki betur en svo að ég tognaði í hálsi og hef verið hálf lamaður síðan. Það var fyrst í morgun sem ég gat risið úr rekkju án þess að þurfa 10 mín. undirbúning. En þetta er allt að koma. Mamma gaf mér súper íbófen 600 mg, sem slóg á bólguna, en gerði allar hreyfingar að umhugsunarefni því það var stundum eins og hendur og fætur væru ekki alveg rétt tengd.

En er afslappelsi og sund á dagsskrá hér á egilsstöðum fram á miðvikudag en reykjavík fram á sunnudag. Ég er komin með gamla númerið 867-0523.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú manst að koma að heimsækja mig!

Helga (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Auðvita maður ;)

Unnar Geir Unnarsson, 26.3.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.