Lífið er einfalt

Já, já það getur vel verið en skrambi sem það getur verið erfitt stundum. Í gær var ég í skólanum frá hálf níu að morgni til hálf eitt um nótt. Eftir skóla voru sýningar og þegar ég var ekki að leika var ég í því að bera leikmyndir og hjálpa til við að stilla upp. Svo skellti ég mér í að keyra ljósin á rennsli á útskriftarverkefni. Verkið er mjög skemmtilegt og vel leikið, sem er skemmtileg tilbreytni. Já, meðan ég man leikstjórinn sem leikstýrði leiðindaverkinu fær ekki að útskriftast sem leikstjóri. Hann var of leiðinlegur. En hvað var ég að blogga um? Jú, erfitt líf alveg rétt. Sem sagt eftir þennan langa dag mátti ég sleppa yoga og mæta beint í vísindafræði klukkan tíu. Sem og ég gerði. Ég sé líka um að stilla upp í stofunum þessa önn svo ég byrjaði á að raða stólum og ná í myndavélina og gera klárt. Yasmine bleika var veik svo ég var einn í þessu í dag. Þegar kennslustundin hefts rifjast upp fyrir mér að við áttum að lesa leikrit fyrir tíman. Sem ég hafði ekki gert þar sem við fengum verkið í hendur í hádeginu deginum áður. Og eins og sjá má hér að ofan þá hafði ég ekki tíma. En kennarinn fer að greina hvaða tilgang ég hafi haft sem gæti útskýrt hvers vegna ég ekki las verkið. Og allir fara eitthvað voðamikið að spá. Gæti það verið ég vil að mér mistakist? Eða þessi eða hinn tilgangur. Halló, nei það vegna þess að ég þarf að borða og sofa líka. Nei, ég er ekki að skamma þig ég er bara að segja að þú mátt ekki gera þetta að vana. Þetta er ekki vani hjá mér, ég legg hart að mér og vinn mína vinna. En það eru takmörk fyrir hvað maður kemst yfir mikið í á einum sólarhring. Svo fyrir utann það þá er ekki allt vísindi, sumt er bara venjulegt. Hugsaði ég, sem hún sá og sagði að ég væri mjög samviskusamur nemandi og bla bla bla. Ég þyrfti bara að sjá hver tilgangurinn væri með því að gera ekki heimavinnuna. Ég las verkið í hléinu milli tímanna og svo lásum við það einu sinni í tímanum. Þá hafði ég lesið verkið jafn oft og allir hinir í bekknum. Þegar svo kom að því að greina verkið hafði ég síst minnst til málanna að leggja, jafnvel meira ef eitthvað er. Stundum getur maður fengið nóg að þesum fræðum daginn inn og daginn út. En þessi brjálaða vika er að klárast, ég er alveg í fríi á sunnudaginn. Svo kemur önnur brjáluð vika, ein stutt og svo miðannarfrí. Allt endar þetta einhvern veginn. Lífið er víst einfalt.

Við lærðum fleiri enska sveitadansa í dag. Ég er að hugsa um að leggja þá alfarið fyrir mig ef þetta leiklistardæmi gengur ekki upp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæti

Gleðilegt sumar Þið gætuð kannski greint það afhverju við höldum Sumardaginn fyrsta í endaðan apríl þegar enn er von á snjókomu og byl???

Það er reyndar 10 stiga hiti núna en meiri í mótmælendum kíktu á mbl eða ruv (kannski bara í nótt þú þarft ekkert að sofa hvað þá að borða)

Kv Ída, Hjálmar og grísirnir 3

Ída (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:56

2 identicon

Þarna er ég sammála þér. Það þarf ekkert að greina allt og það er mikilvægt að muna að sumt er bara venjulegt.

Væri alveg til í að læra þessa ensku sveitadansa. Er búin að læra smá í norskum þjóðdönsum. Við gætum þá stofnað "dans-team" þegar við verðum stór

Bára (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:45

3 identicon

Gleðilegt sumar :)

Helga (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:19

4 identicon

gleðilegt sumar .Hér hefur verið fínt veður 10 til12 stiga hiti og logn snjórinn næstum farinn,smá skaflar eftir í garðinum. Ertu ekki búinn að fá skyrið sendi það 16 apríl.

mamma (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 14:51

5 identicon

Gleðilegt sumar! Við getum loksins farið að halda uppá það hérna á klakanum í skítakulda þegar þú ert búin að vera í sumarveðri í bretlandinu síðan um páska þú hefur allavega sól og hita þótt þú getir kannski ekki notið þess mjög mikið miðað við mikla skólasetu.. eru þetta einhverjir fasistar þarna? Já ef þú getur ekki þolað 14 tíma vinnudag viku í senn þá ertu aumingi og viljum ekki hafa þig eins gott að þú sért íslendingur og hafir reynslu af mikilli vinnu, segi nú ekki meira..

allt að verða kreisí hérna á klakanum og allir að missa vitið. Það er bara stuð.. 

bestu kv. Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband