Morgun ógleði

Æi það er kalt og úti er blautt. Og ég nenni svo innilega ekki að fara hoppa og skoppa um í fimleikum í dag. Það hefði verið frábært að hafa haft kjark tvítugur til að fara út í nám. Svona er þetta bara...Mitt val er að njóta eða þjást. Ég ætla hvorugt að gera, aðeins að lifa af.

En annars gengur vel. Nú er það nýasta að hreinsa orð. Sem sagt við eigum að hreinsa allar okkar hugsanir sem við tengjum við orð. Svo sem stóll er eitthvað með fjóra fætur, bak og setu. Þannig að þegar persóna sem þú leikur segir stóll þá hefur þú hennar hugsanir tengdar stólum en ekki þínar. Þessar hugsanir hleður þú svo inn. Æfingin fer þannig fram, þú kemur þér vel fyrir og þylur svo upphátt hvað þýðir orðið stóll? En fyrst þarf að hreinsa orðið hvað svo þýðir og að lokum orðið. Að því loknu hreinsar leikarinn hvert einasta orð sem hann segir sem persónan í verkinu.

Svo segja þau að lífið sé einfalt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sem hélt að stóll væri alltaf stóll, hvort sem þú hugsaðir það eða ég.. kannski er ég bara að misskilja þetta allt  saman.

jæja, fer að spyrjast fyrir hvernig fólk er að hugsa stól..

bestu kv. úr sveitinni Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 10:01

2 identicon

Hjalp, thetta er of hafleygt fyrir mig.... vonandi var gaman i fimleikum

Guja (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:38

3 identicon

OMG segi bara ekki annað. Var reyndar að horfa á bíómynd um daginn og þar kom setningin : Þú verður að þekkja sjálfan þig til að geta skapað aðra persónu. Einfalt??  Allavega einfaldara en að hreinsa orð.

Kv Ída

ída (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Já já svona er þetta hjáokkur vísindamönnunum.

Unnar Geir Unnarsson, 28.5.2008 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband