Húrra

Ég hef nú ekki fengið betri fréttir í langa tíð. Ef maður einhvern tíman þjáist af heimþrá, fylgir því alltaf minning um að sitja í eldhúsinu heima að borða skyr og hlusta á rás eitt. Nú get ég slegið á heimþrána allt með hjálp .is bæði rúv.is og skyr.is. Þetta er allt svo nýmóðins. Það fer kannski að vera búandi í þessari borg ef maður getur farið að nálgast skyr. Mamma reyndi að senda mér dollu en eitthvað gekk það illa. Enda breska póstburðarkerfið ekki hannað með skyrflutning í huga. Dollan var sprungin og skyrið orðið súrt þegar það loks barst mér í hendur. Það voru því mjög glaðir póstmenn sem réttu mér pakkann, fegnir að losna loks við súra pakkann frá íslandi. Nú þarf ég bara að gera út leiðangur og þefa upp skyr.is í london. 
mbl.is Skyr.is til Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hellú

Þeir verða örugglega líka glaðir í póstinum

Það biðja allir að heilsa

Ída (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:00

2 identicon

Vona að nefið bregðist þér ekki og þú náir á endanum að þefa uppi skyrið góða.

bestu kveðjur úr sveitinni..

Hildur (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:34

3 identicon

jæja nú er verið að pakka svo verður lagt af stað suður á morgun .heldur þú að þeir fari ekki barasta að flytja út harðfisk og hangikjöt  eitthvað gengur svönu illa að láta danina borða harðfisk

Mamma (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

;)

Unnar Geir Unnarsson, 12.6.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband