laugardagur, jamm

Jæja, önnin á enda og aldrei hún kemur til baka. Skólastjórinn og yfirmaður leikstjórnardeildarinnar voða ánægð með litla íslendinginn. Sérstaklega að ég skuli vera farinn að biðja um aðstoð þegar ég þarf á henni að halda. En ekki endalaust bíta á jaxlinn og láta mig hafa það, það eru takmörk fyrir því hvað jaxlar þola. Í kvöld eru lokatónleikar skólans, allir syngja eða gera tilraun til þess, nema Chris, hann er í fýlu. Sumir meira segja dansa. Já, við erum svo hæfileikarík. Ég hef hinsvegar komist að því að ég get ekki bæði dansað og sungið um leið. Um leið og byrja að syngja gleymi ég sporunum eða ef ég man sporin gleymi ég textanum. Til að bæta gráu ofann á svart þá var ég settur í fremstu línu. Já, já þetta fer allt saman einhvern veginn. En ég er í fríi til klukkan sex í dag svo veriði hress, ekkert stress og bless bless...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með að dansa og syngja á sama tíma er einhver hæfileiki sem ég skil ekki heldur.. Fólk sem getur það er bara eitthvað skrýtið.  

Mamma og Aðalheiður voru að fara frá mér og á leiðinni til þín.. Klifjaðar af dóti til þín Þú verður að fara vel með þau og þig..

Bestu kveðjur úr sveitinni.. Raggi, Hildur og kettirnir (sem bráðum verða fleiri en 2) 

Hildur E (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 19:05

2 identicon

Gleðilegan 17. júní! :-). Hafðu það kósý í úttttlandinu. Kve. Hrefna og ég veit að Jóhannes biður að heilsa, og örugglega Kalli líka.

Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband