Takk Sandra

Pa og Ma komu með fullan kassa af íslensku góðgæti. Hangikjöt, ora grænar, malt og appelsín, gotta ost, kavíar í túpu og að sjálfsögðu andrés blað. En það sem mér þótti vænst um var heill bunki að vatnslita myndum sem Sandra litla frænka hafði málað handa mér. Ég var ekki lengi að hengja upp listaverkin. Nú hanga þau uppi við tölvuna og minna mig á allt fallega fólkið mitt heima á íslandi þegar ég sest niður við tölvuna. Takk kærlega litla frænka.

 Myndlist

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Já það var passað vel uppá að myndirnar kæmust með búið að  líma fyrir og allt.

Erum að fara í útilegu á eftir á Apavatn nettur spenningur í gangi

Biðjum að heilsa London förunum.

Ída og allir hinir

Ída (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 11:06

2 identicon

Æðislegar myndir! Það er svo gaman að fá svona persónulegar gjafir. Til hamingju með annarlok - eða er það ekki annars? Kemurðu á klakann á næstunni?

Agnes (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:40

3 identicon

ég vona að þið hafið það öll sem allra best þarna í borginni..

ekki keyra þau alveg út gömlu hjónin

og verði þér að góðu öllu íslenska gotteríinu

kv. Hildur og draugarnir

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Takk.

Góða ferð á apavatn.

Nei, ætli ég komi nokkuð fyrr en í september.

Unnar Geir Unnarsson, 21.6.2008 kl. 08:52

5 identicon

Flottar myndir, njottu heimsoknarinnar.

Guja (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband