Úlfur, úlfur...

Þetta er nú að verða gott. Er það ekki? Nú er þetta það nýasta, allir sjá ísbirni. Hjarðdýrin íslendingar eru haldin hermmiþráhyggju á alvarlega háu stigi. Einu sinni voru það fótanuddtæki, svo hlutabréf í deCode þar næst bíll og búslóð á Visa-raðgreiðslum og nú eru það ísbirnir. Enginn er maður með mönnum nema að hann hafi séð ísbjörn. Enda eru fyrstu viðbrögð sjónarvotta að hringja í fjölmiðla en ekki í lögreglu. Nú hópast íslendingar í ferðir um ósnortna náttúru landsins, sem engin vildi sjá fyrir nokkrum mánuðum. Fólki var slétt sama þó öllu yrði sökkt í skiptum fyrir einn vinnustað á reyðarfirði. En nú sem sagt er fólk um allar sveitir að leita að hvítum skepnum sem hreyfa sig þunglamalega. Íslenskar sveitir eru fullar af hvítum dýrum sem hreyfa sig þunglamalega, það get ég fullvissað ykkur um. Þetta eru rollur, góðann daginn, íslenska sauðkindin sjálf. Ekki ísbjörn heldur me me. Ekki hringja í rúv, lögregluna og björgunarsveitirnar þegar þið sjáið hvítt dýr sem hreyfir sig þunglamalega. Þessi dýr eiga að vera þarna. En þau er einnig hægt að sjá í húsdýragarðinum fyrir þá sem ekki sjá muninn á birni og kind.
mbl.is Leit að bjarndýri stendur yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband