Kemur á óvart...

Breskir iðnaðarmenn eru engu betri en þeir íslensku. Við erum búin að pakka öllum eigum skólans niður í kassa. Búningum, leikmunum, öllum skrifstofu- og hreinlætisvörum og bara hreinlega hreinsað öll ummerki um að í byggingunni sé rekinn leiklisarskóli. Eftir morgunmatinn í gær var okkur hinsvegar tilkynnt að við væru ekki að flytja, nýja húsnæðið væri ekki tilbúið. Við verðum því að sýna í gamla skókassa leikhúsinu.  Aðstaðan í skólanum hefur aldrei verið verri, því nú er allt í kössum og kassar um allt. Töluverð vonbrigði verð ég að segja. En lífið er einfalt.

Við renndum öll verkinu í gær og gekk bara ótrúlega vel að gera þetta á fullum hraða. Verkið er frumsýningarhæft, á Grease mælikvarða, en þar sem ASAD er besti skóli í heimi þá verðum við að gera betur. Og nú höfum við 10 daga til að bæta og fínpúsa verkið. Mér til mikilla vonbrigða er þetta bara helvíti skemmtilegt. Grease er í raun gamanverk, eitthvað sem ég hef ekki séð í fyrri uppfærslum. Líklega vegna þess að þær voru svo lélegar, HAH! Nei, nei bara grín, allir eru fallegir og allir svaka góðir listamenn. 

Jæja, þá er það yoga í hálf niðurrifnum sal... lifið er einfalt, lífið er einfalt, lífið er einfalt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það eru víða skrítnir iðnaðarmenn.Gaman að sýna með allt dótið í kössum

Mamma (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:07

2 identicon

Hér er þjóðarstoltið meira en áður veifuðum silfurdrengjunum þar sem þeir flugu yfir lækjarfitina áðan og fylgjumst spennt með 3 tíma beinni útsendingu á heimkomu þeirra.

Ísland stórasta land í heimi

Ída (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:46

3 identicon

LIfið er einfalt.

Lífið er einfalt.

Lífið er einfalt.

Lífið er svo einfalt að það er bara leikur einn að lifa því.

Lífið er svo einfalta að það er leikur einn að lifa því.

Það er hanboltaleikur að lifa því.

Segðu mér eitt Unnar Geir, af því ég er jú öll í Hamingjurannsóknunum ... eykur það hamingjuna að lifa einföldu lífi?

Svar raunverulega óskast.

Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.