Jæja, þá er þetta komið í lag.

Ekki fjármálin heldur tölvan. Ég, alveg sjálfur sat með sveitt kollvikin og hlóð niður forrit og ýmislegt annað sem tölvuna mína vantaði langt fram eftir kvöldi í gær. Þetta gat hann, strákurinn.

Chekhov hefur oft verið nefndur á þessu bloggi, oft í neikvæðri merkingu. En nú skiptast veður í lofti, ég er nefnilega að leika skemmtilegan kall í skemmtilegu Chekhov verki. Verkið kallast The Boor eða Ruddinn. Kannski skemmti ég mér svona vel því ég leik miðaldra fýlupoka, gæti verið eitthvað sameiginlegt með okkur.

Fyrsta ársnemarnir sögðu mér að þeir hefðu sumir lesið bloggið mitt og ekkert litist á blikuna. Þetta væri annað hvort hræðilegur skóli eða þessi Unnar Geir væri verulega þunglyndur og svartsýnn maður. Þegar á hólminn var svo komið reyndist skólinn hreint ekkert hræðilegur...

Spurning um að ritskoða það sem maður setur á netið? 

Lifið heil, elskurnar mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að halda að lífið sé einfalt, er blekking og lýgi! já lýgi segi ég! Heyrðu en okey, þetta má vera einhver ,,mantra" sem hjálpar :-) En lífið er einfalt á köflum (reykdal ég veit), t.d. núna þegar ég sit hér við borðstofuborðið mitt með fartölvu sem þar ekki einu sinni að vera tengd við vegg.. og bara skrifa smá línur sem fjúka út í loftið og enda í miðri London. Ótúlegt.  Indilegt veður úti, upplagt í útigöngu og kryfja málin. Verður kannski gert um jólaleitið næst.  Við þessa skyndilegu fátækt landsins er fók farið að heilsast og spjalla, allir slakir, græðgin á ,,hold".  Synd þú sért að missa af stemmningunni - djók.  jájá... gangi þér vel í London baby!

Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:04

2 identicon

allt gengur sinn vanagang hér hjá okkur Aðalheiði þrátt fyrir krepputal. Hildi og Aðalheiði fannst nú smat örugga að gera slátur.Duglegar stelpur sem áeg á

Mamma (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband