Þrjár systur

Jæja, þá styttist í að systur mínar þrjár mæti á svæðið. Andlegur undirbúningur er í hámarki og mun ég leggja sérstaklega hart að mér í yoguna þessa vikuna til að ég verði sem best til þess fallinn að leiða þær þrjár um götur og stræti stórborgarinnar. Nú er sú í miðið að hýsa lítinn bumpubúa svo ekki verður gengið eins mikið og þegar þau gömlu voru hér og hétu. Sú elsta í langþráðu húsmæðraorlofi svo hún kúrir líklega bara á hótelinu og horfir á sápuóperur borðand ís. Sú yngsta var hér í sumar svo hún verður líklega bara sjálfráða um borgina eitthvað að kíkja á stráka og versla skó. Ég verð svo hlaupandi um með sveitt kollvikin að reyna eitthvað að halda hópinn. Já, það er ekki auðvelt að vera þriggja systra bróðir. Nei, án gríns þá gæti ég ekki verið heppnari með eintök. Allar eru þær yndislegar og tilbúnar að vaða eld og brennistein fyrir brósa. Sú yngsta myndi samt fara úr nýju skónum áður. Það verður frábært að fá þær allar þrjár til mín enda held ég að það verði þá í fyrsta sinn sem við fjögur hittumst svona maka og foreldra laus. Já, ég er frá því að sé með fiðrildi í maganum að hitta þær, í það minnsta lifru. Ég ætti kannski að láta athuga það.

Annars er það helst að frétta að nú hefur vetratíminn tekið við hér í landi, svo nú erum við á sama tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húsmóðirin er farin að skoða í skúffur og skápa til að útbúa innkaupalista svo verslað verði af skynsemi í kreppunni. Miðjan var hér í dag og var verið að spá í gjaldeyriskaup hvar og hvernig sé nú hagstæðast að bera sig að. Eru einhverjar ráðleggingar???

Kv Ída

Ída (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Ekki vera að taka of mikið með ykkur, það eru hraðbankar úti sem rukka ekkert meira en heima. En ef gengið fellur þá er málið að skella sér á bunka. ;)

Unnar Geir Unnarsson, 28.10.2008 kl. 00:48

3 identicon

ég er líka farin að hlakka til því þá verð ég í ömmuleik.Þetta verður gaman hjá ykkur

Mamma (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:16

4 identicon

haha já ég fari nú ekki að vaða í eld og brennistein á skónum ussuss

aðalheiður (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 20:15

5 identicon

jæja þá er maður búin að pakka og koma passanum vel fyrir.. á bara eftir að kaupa þessi 3 pund sem ég má fá og þá er allt klárt ;)

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.