Hafið á ný

Jebb núna er ég komin á sjóinn... Nei nei skólinn er byrjaður og stríðið hafið á ný. Á morgun þriðjudag er einhver nefnd að koma og taka út skólann, þetta er enn eitt skrefið í því að meta skólann til MB gráður prófsleyfis.  Við tókum til í skólanum á sunnudaginn svona til að láta líta út fyrir að allt væri voða skipulagt hjá okkur. Sem og það er alveg næstum því að verða. Við erum alveg að vera búin að koma okkur fyrir í nýja skólanum og fólk aðeins farið að kunna á hlutina. Ég er að undirbúa sýningu á Gilitrutt fyrir þessa nefnd en aðeins 4 sýningar voru valdir til sýningar. Svo byrja æfingar á næstu verkum mynd-leikriti, þögn, söngverki og áhrifaríkri leikstjórn í vikunni. Allt mjög spennandi og er ég bara nokkuð bjartsýnn á góða önn. Annars sakna ég fjölskyldunnar minnar, það er hundfúlt að geta ekki skroppið í kaffi til síns fólks. En á sama tíma er eins gott að ég standi mig í þessu námi og vinni eins og maður fyrst ég er að leggja þetta á mig. Þetta verður strangt og helvíti erfitt en mikið verð ég betri á eftir, ha?

Annars er ég eina annsi magnaða sögu af því þegar ég varð bareigandi eina kvöldstund. En hana ætla ég að geyma þar til vísifingur er betur upplagður til skrifa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að vísifingur verði upplagður fljótlega er orðin forvitin:)

Kv Ída sys (engin veikur 7.9.13 knock knock knock)

Ída (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Já já maður verður nú að byggja upp spennu...

Heyrðu já til hamingju með það ;)

Unnar Geir Unnarsson, 31.3.2009 kl. 21:43

3 identicon

hvað kom fyrir puttan? Annars er allt að verða klárt svo ég geti sest niður með tærnar upp í loft og talið mínúturnar, mjööööög hressandi..

myndi henta mér mjög vel ef það væri styttra á milli London og Stokkseyri.. 

bestu kveðjur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Segðu Hildur segðu...

Unnar Geir Unnarsson, 2.4.2009 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband