4 vikur eftir...

...og aðeins 3 vikur í próf. Jæja, þá byrjar stríðið aftur. Nú verður allt á fullu fram að 6 júni en þá er prófa dagurinn mikli. Seinnustu vikuna erum við svo að vinna sýningu með utann skóla leikstjóra. Þetta leggst bara ágætlega í mig, en verður hörkupúl að komast í gegnum þetta. Á sem sagt ekki frí fyrr en 14 júní.

En miðannar fríið var yndislegt á íslandi, frábært að hitta fólkið mitt. Skrínin hjá Hildi og Ragga var mér dýrmæt stund og Huginn Bjarki algjört draumabarn. Ég hlakka alveg ógurlega til að mæta aftur í sumar en þá ætlum við pabbi að halda upp á 90 ára afmælið okkar. Þið lesendur góðir getið farið að safna fyrir stórgjöfum sem henta stórafmæli sem þessu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góður er það bara pabbi þinn sem á afmæli í ágúst? er ekki einhver annar sem á merkisafmæli í fjölskyldunni?

Mamma (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 09:19

2 identicon

Þú ætlar greinilega að  koma fljótt aftur því við  erum alltaf að finna eitthvað sem þú gleymdir:)

Ída (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:54

3 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Ég ætlaði að segja við pabbi ætlum að halda upp á  90 afmælið okkar saman hehe smá mistök. Ég var eitthvað svo voða nývaknaður þegar ég var að pakka. Ég reyni að muna eftir þessu.

Unnar Geir Unnarsson, 15.5.2009 kl. 00:29

4 identicon

hlakka til að hitta þig í júní, þá verður sko PARTEY !!

aðalheiður (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband