Já, athyglisvert

Nú hef ég stundað yoga í tvö ár og finn engan mun. Kannski er ég eitthvað að krossleggja fæturna vitlaust eða stend hinn veginn eða hinseginn á haus. Hvernig ég færi nú að því. Mörg er vitleysan í kýrhausnum en ég get reyndar ekki séð hvers vegna hann Swambi er svona upptekinn af samkynhneigð. Því jafnvel ef samkynhneigð væri nú sjúkdómur hverjar eru þá afleiðingar þessa sjúkdóms. Ungur maður veikist af samkynhneigð og fer að dilla bossanum og kaupir Silfursafn Páls Óskar með lausum úlnliðnum? Ung kona smitast og endar sem forsætisráðherra? Hvað býr að baki svona yfirlýsingum. Ég þekki ungan strák frá Indlandi, saga hans er sorgleg og endaði hann á því að flýja land og setjast að í london fjarri fjölskyldu og vinum. Af hverju jú vegna "skoðanna" sem þeim er Swambi Baba er að halda fram. Faðir þessa strák ætlaði að hrista samkynhneigðina úr syni sínum og sendi hann í herinn. Þar sem honum var hópnauðgað nánast daglega af gagnkynhneigðum samhermönnum sínum í þrjá mánuði. Hvernig lifi á nokkur eftir að lifa eftir svona upplifun. Jú,allir eiga rétt á sínum skoðunum, en að koma fram með yfirlýsingar sem þessar er stórhættulegt og eldur á bál skilningsleysis og haturs. Menn sem Swami Baba Ramdev eru um leið ábyrgir fyrir því hatri og ofbeldi andlegu og líkamlegu sem enn þá, því miður, lifir.

Hinseginn dagar eru fagnaðar- og þakkarganga samkynhneigðra á íslandi, þar sem við samgleðjumst yfir fjölbreytileika manlífsins. En munum þá sem enn þá þjást og deyja fyrir það eitt að vilja elska og lifa lífi því sem þeim hefur verið gefið. 

Menn eins og Swami Baba ættu frekar að einbeita sér að þeim raunverulegu vandamálum sem herja á fólk í indlandi. Til dæmis mansali á konum og börnum eða þeirri stéttarskiptingi sem dæmir margt ungt fólk til fátæktar og eymdar þrátt fyrir vilja og getu til að eiga sér betra líf, frekar en vera fýlupokast út í okkur dillibossana.

 


mbl.is Segir jóga „lækna" samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

thetta er frabaer lesning hja ther kaeri Unnar Geir.

bestu kvedjur

og til lukku med hinseigin daga!

kvedja,

Hulda bjork

hulda (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Ellý

Þú færð alveg súper mikla ást héðan af klakanum, Unnar. Frábær færsla og eins og vatn í eyðimörkinni þegar að maður er búinn að lesa svona hatursáróður.

Ellý, 9.7.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Takk takk, :)

Unnar Geir Unnarsson, 9.7.2009 kl. 22:43

4 identicon

Godur pistill og thorf aminning :)

Guja (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 10:58

5 identicon

Heyr heyr! Frábær lesning :)

Steinunn (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.