Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Afmæli

Hún Aðalheiður Björt minnsta systir mín á afmæli í dag, hún bauð upp á tertu í kaffinu og humar í kvöldmat. Í staðinn fékk hún stafrænamyndavél frá okkur. Annars hefur hún bara legið í símanum inn í herbergi. Ekki gott að segja hvað er í gangi þar... Svo á Bára vinkona líka afmæli í dag og bíður hún til gleði í alþýðukjallaranum.  Ég rakst á þessa vísu hér í netheimum sem mér finnst passa vel Báru til heiðurs.

Ég er eins og eftir loft
árás það er lygi
mál að ég sé alltof oft
ein á fylleríi.

Annars óska ég þeim báðum til hamingju með daginn.

Jónas Hannibal Kormákur Smith Aðalheiður Björt Unnarsdóttir og Jónas Hannibal Kormákur Smith


Jerimías og jólatré

Ja hérna hér hvað maður getur borðað mikið. Ég sat á tveimur stöðum í gær við eldhúsborðið og í sófanum. Þvílíkt sældarlíf.

Ég skellti mér á lífið á egillstöðum um daginn, fór á Skjálfta en það er barinn á egilsstöðum. Ég hef nú komið á hressari búllur, verð ég nú að segja. Þrátt fyrir mínar bestu tilraunir til að koma stuði í liðið, sátu héraðsmenn og konur sem fastast og harðneituðu að hafa gaman. Maður má nefnilega ekki  fara út fyrir normið á Egs, helst bara sitja út í horni í svartri kaupfélagskápu og segja jæja. En þau höfðu þó eitthvað um að ræða í þetta sinn, greyin.

Hildur söng eins og engill í miðnæturmessunni á aðfangadag, eða kannski meira eins og valkyrja, hörkurödd sem stelpan er með. Við fórum því tvisvar í kirkju þessi jól, þannig næstu jól þarf ég ekkert að fara. Við pabbi gerðum allt vitlaust í bæjarfélaginu þegar við gengum út á undann prestinum. Það var nú í lagi við vorum búnir að heilsa honum í fyrri messunni, við vissum ekkert að hann væri bara að hafa fataskipti þegar hann hljóp inn á skrifstofu undir eftirspilinu.

Allt sem ég kaupi á íslandi kostar 5000 kr. Ég fór í hagkaup og keypti jólapappír og með kaffinu, 5000 kr, ég keypti stílabækur og penna í office 1, 5000 kr, ég fór í skífuna og keypti tvær jólagjafir, hvað haldiði, 5000 kr. Ég ætti kannski að prufa að kaupa mér bíl, mér skilst að vísu að nú séu menn farnir að gefa með Range Rover jeppunum, spurning að fara snúa sér að jeppakaupum.

Lín lagði inn á mig heilann haug af peningum, samt dugar það varla fyrir næstu tveimur önnum. Ég verð því að finna mér einhverja styrki til að brúa bilið. Látið mig vita ef þið vitið af einhverjum feitum sjóðum. Annars hef ég ekki sótt um styrki heldur boðið fyrirtækjum að kaupa af mér námskeið eða skemmtiatriði. Þannig ég sé ekki bara að betla heldur fái viðkomandi eitthvað á móti. Kannski ég fari inn á íslendingabók og finni einhverja ríka ættingja, það hljóta nú einhverjir ríkir að vera skildir mér.

Í kvöld ætla ég svo að skella mér í góðra vina hópi að skella mér á dansiball með Á móti sól. Söngvarinn er nú svo heppinn að vera frændi minn... HEI! Talandi um ríka frændur, kannski hann geti gefið mér pening? Spurning.


Jól

Gleðileg jól og bestu óskir um farsælt og gæfuríkt nýtt ár.

jól


Gísli, Gísli, Gísli Örn

Það þýðir nú ekkert að leggja árar í bát vegna skoðanna einnar maneskju. Gagnrýnendur eru fólk eins eins og við, fólk með misjafna reynslu og þar af leiðandi misjöfn takmörk í lífinu. Kannski hefur þessi rýnandi það takmark að vera alltaf pirraður, bitur eða vonsvikinn, kannski langaði hann alltaf að leika Don Juan en gat það ekki vegna þess hve hann stamaði mikið. Kannski átti hann pening inn á icesave reikningi og hatar íslendinga. Það getur ekki verið að þú sért svo slæmur, þú fékkst þó hlutverkið.
mbl.is Misjafnir dómar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla jól

Það er svona þegar maður hættir að stunda yoga á hverjum morgni og drekka te í öll mál. Það er eins og maður verði bara allt annar maður.jolasveinn Ég er eitthvað svo útþaninn og svo lúinn í liðum. Spurning um að ég láti kollvikinn vaxa í gegnum hvíta lubbann, mig klæjar alveg voðalega undan þessu. Ég man að vísu ekki hvað ég er að gera á mývatni, líklega hef ég verið aðeins of duglegur að prufa jólabjórana. En myndin er góð og buxurnar líka, það er ekkert smá handhægt að skvekkta úr skinnsokknum, það fer bara eftir vindátt hvort maður hneppir frá vinstri, hægri að ofann eða neðann, algjör snild. Hérna ef þið eruð við tölvu sem ég reikna með fyrst þið eruð að lesa þetta, þá megið þið leggja inn á mig. Það eru nefnilega engir vasar á þessum fínu buxum, þannig mig vantar pening fyrir rútufari heim á egilsstaði. Þessir sauðskinnsskór eru heldur ekki alveg að gera sig. Enda ganga sauðir ekki á skinninu heldur klaufunum, þó sauðir séu. Frostið er svo mikið að ég finn enga lykt enda nefhárin frosinn saman á horinu, nefháraklippurnar gleymust líka fyrir austan. Ég læt vita hvort ég komist til byggða.


Blogg blo g g bla bla

Það er nú ekki eins og maður hafi alltaf eitthvað að segja. Eða hvað? Jú líklega er eitthvað ó sagt. En ég er nú bara að hanga heima hjá Ídu einn í búinu að bíða eftir fluginu austur.

Meira af Kalla kynskipta. Hann Kalli er hættur í skólanum og fluttur heim til svíþjóðar. Það sem hans fyrsta verk var að hætta með kærastanum sem hann saknaði svo mikið. Það síðasta sem ég frétti af Kalla áður en hann hætti var að hann væri orðinn tvíkynhneigður, sem sagt bisexual transsexual eða tvíkynhneigður kynskiptingur. Svolítið flókið ekki satt? Byrjum á byrjuninni, hann Kalli var stelpa en vildi vera strákur. Hann fór í brjóstaaðgerð þar sem brjóstin eru fjarlægð og hefur hormónameðferð. Seinna hættir hann meðferðinni til þess að geta gengið með barn í framtíðinni, en Kalli er enn með kvennæxlunar- og kynfæri. Samt lifir hann sem karlmaður, samkynhneigður karlmaður. En er í raun gagnkynhneigð kona, samkvæmt mínum kokkabókum. En þar með er ekki sagan öll sögð því svo er Kalli orðinn tvíkynhneigður sem sagt hann hneigist bæði að körlum og konum.  Gagnkynhneigða kona er því einnig samkynhneigð. Talandi um að gera lífið flókið, ég get ekki annað en fundið til með blessaðri maneskjunni og óskað henni sálarró í framtíðinni.

Aðrir eru undarlegir í skólanum eins og hún Magga tröll, Jóhannes óskíri og Daría da da en þau komast ekki í hálfkvist við Kalla Kynskipta. Kannski ég segi ykkur frá þeim við tækifæri.

Annars er ég komin með gamla númerið 867-0523 þannig verið ófeimin við að hafa samband elskurnar mínar þetta er á svo góðu verði svona innanlands, ha?


Utan þjónustusvæðis

Úbbs, ég gleymdi íslenska símakortinu í londoni. En ef þið viljið ná í mig er ég í gamladags síma 562-2954 hjá Ídu en 471-1364 fyrir austann eða 0 777 189 52 74 en það er enska númerið mitt. Annars getið þið bara prufað að senda mér hugskeyti því nú er ég svo klár að lesa hugsanir.

 


Brown sparkaði í Íslendinga

Breska blaðið Sunday Times birtir í dag langa grein eftir blaðamanninn AA Gill um ástandið á Íslandi. Gill gagnrýnir m.a. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, harðlega og segir hann hafa sparkað í Íslendinga líkt og skólastrákur, sem vilji ganga í augun á stelpunum.

Gill segir, að Brown hafi ýtt íslensku bönkunum fram af bjargbrúninni  með því að frysta íslenskar eignir í Lundúnum á grundvelli hryðjuverkalaga.

„Íslendingum er ekki sama - þeir eru sárir. Þeir héldu alltaf að þeir væru í okkar liði, ekki hinna. En Gordon þurfti að gera eitthvað ómerkilegt til að sýnast hæfur, svo hann réðist á minnimáttar. Það var ekki kinnhestur heldur grimmilegt spark. Hann var að sýnast til að ganga í augun á stelpunum. Hann hefði aldrei gert þetta ef bankarnir hefðu verið þýskir eða franskir eða jafnvel frá Liechtenstein," segir Gill.

Hann bætir við, að Brown hafi sent bandamann á gjörgæslu í þeim tilgangi að fá fyrirsagnir og aukið fylgi í skoðanakönnunum. „En kannski tók hann ekki eftir því sem hann gerði. Kannski horfði hann í gegnum gleraugað sitt," segir Gill. 

Í greininni leggur Gill út frá því, að Íslendingar hafi gegnum tíðina fengið sinn skerf og rúmlega það af óheppni og ósjaldan lent í miklum áföllum en ávallt risið upp. Þjóðinni líði nú eins og hún hafi vaknað af svefni og horfi á framtíðina af merkilegri norrænni bjartsýni. Hann hefur eftir konu, sem hann hitti á bar:  „Allir þessir peningar og allir þessir hlutir voru afar óíslendingslegir. Þörfin, neyslan, græðgin og metnaðargirndin, ömurleg öfundsýkin, það er ekki Ísland. Það hefur þungu fargi verið létt af okkur, nú þegar peningarnir og allar þarfirnar eru horfnar á braut. Við getum snúið okkur aftur að því að vera Íslendingar."

Gill segir síðan, að Íslendingar geri nú upp við þetta undarlega tímabil. „Þeir munu spjara sig. Þetta er þjóðin, sem stofnaði fyrsta lýðræðislega þingið, Alþingi, þjóðin sem barðist við breska sjóherinn til að koma á fyrsta sjálfbæra sjávarútveginum á norðurhveli jarðar, þjóðin sem eignaðist þrjár ungfrúr heim og eitt Nóbelsskáld - og vann síðan silfur í handbolta. Menn eru metnir eftir því hvernig þeir bregðast við óheppni, ekki eftir því hvernig menn sóa heppni," segir Gill. 

mbl.is/Ómar

Innlent | mbl.is | 14.12.2008 | 07:42

Einn tveir og ...

Þrír! Allir tilbúnir ég er á leiðinni heim. Ég verð kominn til byggða um kvöldmatar leitið á morgun. Sjáumst.


Jólagjöfin í ár

SterlingspundGBP165,51 kr
 

Þetta er pottþétt jólagjöfinn í ár, nú er bara að vona að þetta haldist svona.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband