Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Nýr effel?

Ég hélt að ég væri staddur í franskri bíómynd þegar ég vaknaði í morgun. Effel turninn í smíðum blasti við mér. En eins og allir vita sést effel turninn úr öllum gluggum húsa í bíómyndum sem gerast í parís. En ekki var nú svo, þetta er bara einhver byggingarkrani. En maður getur samt látið sem svo sé. Í tilefni af þessari morgun sýn ætla ég að tala með frönskum hreim í allan dag.

ps. Það gengur illa að hlaða inn myndum af turninum reyni aftur seinna.

pps. Ef þið fréttið af furðuhlutum á flugi þá er það bara ég. Morgunkaffið var í sterkara lagi í morgun.


Sumar

Jæja, sumarið er komið aftur í london eftir stutt haust sem gekk hér yfir okkur borgarbúa. Sem er nokkuð táknrænt, nú þegar farið er að róast um í skólanum. Frí = gott veður.

Prófið gekk vel. La bohéme arían tókst mjög vel, sérstaklega seinni sýningin. En þá gaf geisladiskurinn upp öndina og varð ég því að tralla þetta án undirleiks. Það þótti fólki nokkuð vel af sér vikið. Verkið var svo valið til að vera flutt á opnu degi og var tekið upp til að nota til kynningar á skólanum. Ég er bara ánægður með mig þessa dagana.

Nú tekur við venjuleg vika í skólanum, líklega engar kvöldæfingar. Á laugardaginn eru svo sumartónleikar skólans og eru allir velkomnir. Eftir það tekur svo við sumarfrí í tvær heilar vikur.

 


Dómsdagur

Kannski ekki alveg, en prófdagurinn er runnin upp. Við ætlum að renna einu verkinu fyrir yoga tímann á eftir. En við vorum að til hálf tólf í gærkvöldi sem var bara nokkuð snemma. Alt gekk vel í gær og því ástæða til að ætla að allt gangi vel í dag. Hvernig sem fer fáum alltaf köku í kvöld, það alltaf huggun harmi gegn, ekki satt?


Tec day

Í dag er tæknidagurinn, þá skipuleggjum og undirbúum við prófið fyrir morgundaginn. Sem þýðir að við setjum upp allar leikmyndirnar og tökum þær svo aftur niður, tvisvar. Ógeðslega gaman ;)

Ég er í 7 verkum af 11 á morgun sem bara fínt. La bohéme arían komst í gegn, svo það verður gaman. Gaman að vera í krefjandi verki. En svo ég líka í leikmuna hlutverkum, lék styttu, hendurnar á Elvis, þjón sem gengur bara um og syng jólalög bak við vegg. Að auki aðeins stærri hlutverk,ég er tvíburapabbi í litlu hryllingsbúðinni,  stelpurnar sem leika tvíburana mína eru ekkert sérstaklega líkar önnur er sænsk en hin brasilísk. Ég varð því að gera pabban svolítið heimskan til að samþykkja þær sem dætur mínar. Svo er ég reiður rússi í lest, það nú ekkert mál. Það svolítið eins og vera reiður íslendingur í strætó, bara aðeins kaldara.

Prófið er á morgun, óskið mér góðs gengis 


Koma svo

AAahhh brjáluð helgi að baki og brjáluð vika í uppsiglingu. Prófið er á föstudaginn svo nú eru allir leikstjórarnir að reyna koma sínum verkum í gegn. Sem þýðir æfngar og sýningar allan sólarhringinn. Ég ætla ekki á kvöldnámskeiðið því það þýðir eitt ár í viðbót. Ég er ekki til í það. Mér skilst að það verði fleiri nemendur sem koma inn á næsta ári svo vinnu álaginu verður dreift á fleiri herðar.  Verð að rjúka, meira seinna.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.