Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Skrítin skepna, maðurinn.

Það er alveg merkilegt hvað fólk getur verið illa gefið. Hvað héldu blessaðir mennirnir að kynhneigð mannsins hefði að gera með ökuhæfileika hans? Kannksi að hann væri svo laus um úlnliðinn að hann gæti ekki tekið um stýrið, að hælarnir væru svo háir að hann næði ekki niður á pedalana eða hann stilti diskótónlistina svo hátt að hann hefði hugann bara alls ekki við akstrurinn? Ég veit ekki til þess að það hafi sérstaklega rannsakað hvort samkynhneigðir karlar væru sérstaklega slæmir ökumenn. Reyndar segir þjóðsagan að það séu konur í rauðum bílum sem flestum slysum valda. En einhvern veginn minnir mig að það séu aðalega gagnkynhneigðir ungir karlmenn sem eru hvað verstir svo fullir miðaldra gagnkynhneigðir karlmenn. Annars getur maður ekki annað en brosað af svona hlutum. Þetta er ekkert miðað við ástandið í rússlandi, póllandi og íran til dæmis, já eða færeyjum. Þar eru menn við völd sem þyrfti að flengja duglega, nema kannski þeir hefðu of gaman af því líklega. Kannski við bjóðum þeim bara ekki í kampavínsboðin og sendum þeim harðorðuð bréf, það ætti að duga til að snúa þeirra þröngsýna hugarfari. 

Áfram hommlingar! 


mbl.is Gert að taka bílprófið aftur sökum samkynhneigðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grasþökur

Að leggja grasþökur ofann á háhýsi er það umhverfisvænt? Annars var ég að hugsa um greyið kallana sem komu hingað í frí. Vöknuðu snemma fóru niður að á, sólin skein, fuglarnir sungu og fiskurinn farinn að gera vart um sig. Mætir ekki bara forsetinn með fylgdarliði og þjóðsönginn í bakrunni. Hæ, ég er forsetinn og þetta er hún Dorrit mín, er hún ekki sæt? Ég er voða mikið í svona umhverfismálum og svoleiðis. Viljið þið ekki setjast niður og heyra hvað ég er klár? Og þeir hafa neyðst til að leggja frá sér stangirnar og elta forsetan og fylgdarlið inn í skála og drekka malt og appelsín og borða þykkvabæjarsnakk. Á leiðinni heim hringir svo forsetinn í DV, já ég hitti fræga kalla sem leggja grasþökur í útlöndum... já já, þeim fannst Dorrit voða hress.


mbl.is Forseti hitti áhrifamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgarfrí

Jæja, góð vika að baki og góð helgi í uppsiglingu. Jebb það er nú allt og sumt. Stundum er bara ekkert meira að segja.

Góða helgi.


Það rignir

Já, sumarið er búið hér í borg, hér hefur rignt síðan á sunnudag. Kannski eins gott þar sem ég sit sveittur við greiningu leikrits alla daga. Það gengur bara vel hjá okkur. Fólk er svolítið að gráta og svona, bara eins og gengur. Ég nenni samt ekki að vera hlusta á þetta núna. Það var alveg hægt að grenja yfir þessu á síðustu önn í þar til gerðum tímum. Núna erum við að vinna leikrit, og svona æskuminningarvæl stendur bara í vegi fyrir því. En lífið er einfalt, þegar rignir notar maður regnhlíf og þegar fólk grenjar notar maður heyrnahlíf.

Lífið heil.


Gleðiganga

Ég átti alveg frábæran dag í londoni á laugardaginn. Við mættum snemma í gönguna og fengum að hjálpa til við að bera 200 metra langann regnboga fána. Sem var ekki slæmt. Unnar Geir gekk því um götur london og veifaði til fjöldans og kallaði KOMA SVOOOO ! og allir hrópuðu á móti veiiii! Ekki slæmt. Eftir gönguna var svo risa partý á Trafalgar og svo eitt alsherjar götupartý í Soho. Ekki slæmt. Þetta var svona eins og íslensk útihátíð að vera í Soho, nema hvað fólk sá ekki ástæðu til að senda ólögráða unglingana sína á svæðið. Svona eins og foreldrar gera heima. Seinna um kvöldið var svo risa ball á G-A-Y klúbbnum, langt fram á nótt. Góður dagur, betri miðdagur og besta kvöldið. Ég hitti fullt af nýju fólki sem veit ekkert um leiklistarvísindin og tala bara um daginn og veginn. Ekki slæmt. Þannig nú er ég með fullann síma af númerum sem ég get náð í venjulegt fólk þegar ég þarf á þvi að halda. Læt fylgja með mynd af mínum hressum und kát í göngu. Það eru fleiri myndir í albúminu, london pride

Ég voða hress und kát


Gleði gleði gleði

Hinseginn dagur í london runnin upp. Emmm kannski eru allir dagar hinseginn hér í borg? En allavega, í dag göngum í þakklæti og gleði yfir því að vera til. Svo verða risatónleikar á Trafalgar torgi, þetta verður ein andskotans endalaus gleði. Að vísu rignir núna en það styttir vonandi upp seinni partinn. En ég tek regnhlífina með til öryggis. Hafið það gott í dag, gleði gleði.

Það er aldeilis...

... sem menn geta verið gáfulegir svona seinni part dags. Sjá færsluna hér fyrir neðan.

En hvað um það. Fyrsta vikan að baki og fyrsta helgarfríið í uppsiglingu. Ég held bara að það hafi gengið nokkuð vel, fjórða önnin ætlar bara að vera fín. Gleðiganga þeirra breta fer fram um helgina, ég mæti að sjálfsögðu. Og syng fullum hálsi ég er eins og er, klikkaði vísu á því að eiga íslenskan fána. En ég redda honum fyrir næstu göngu. Við fáum líka að vita hvað hlutverk við fáum í dag. Við strákarnir skiptum á milli okkar þessum tveimur hlutverkum. Þannig ekki verður álagið mikið því verkið er aðeins um 10 mín. En það þýðir ekki að maður geti ekki sýnt sjörnuleik, ó sei sei nei.

Það held ég nú.


Hugleiðing

Við erum að vinna stutt verk sem við setjum upp núna um miðjan mánuðinn. Það sem við meðal annars gerum er að skapa forsögu og þankagang þess fólks sem kemur fyrir í verkinu. Þessa sköpun byggjum við upp á þeim upplýsingum sem við fáum við lestur verksins. Öll þessi vinna fær mann til að horfa á sitt eigið líf. Eitthvað sem við gerum reyndar alltaf í skólanum. En núna þarf maður ekki að gera grein fyrir eigin hugsunum og segja frá. Því koma upp hugsanir sem kannski myndu ekki annars koma fram. Eins og til dæmis hvað ég er ótrúlega lánsamur að vera læra þá list sem hugur minn þráir hvað mest. Ég er að leggja grunninn að framtíð minni ég fæ heil fjögur ár til þess eins að læra og viða að mér reynslu og þekkingu. Eitthvað sem ég byggi svo ofann á það sem eftir er. Ég á yndislega fjölskyldu sem styður mig og vill mér það besta. Vini og kunningja sem fylgjast með spenntir og gleðast með í gleðinni og veita stuðning og skilning þegar á móti blæs. Hvað getur maður annað gert en verið glaður og þakklátur? Ekki er hver dagur fullkomin og fullur blóma angan og sólskini en hvað með það? Ég er betur staddur í dag en í gær og einum degi nær takmarkinu. Takmarkið er alltaf að vita hvað takmarkið er, sjá það fyrir sér og stefna þangað og ennþá lengra. Því hvað er lífið ef ekkert er til að takast á við? Ef ég legg ekkert á mig hvers virði er þá sigurinn? Lífið er fallegt, við eigum sjálf okkar líf og ráðum hvað við gerum við það. Við höfum valið, enginn er við stjórn nema við. Njótum lífins hver veit hvað svo tekur við.

Afmælisdagur

Í dag á Ída stóra systir mín afmæli.

Innilega til hamingju með daginn elsku Ída mín. Megi kærleikur og friður fylgja þér hvert fótmál. Hafðu það gott í dag og njóttu þess að vera til.  Vona að sólin skíni á þig í dag. Á ekki að skella í eitt ostasalat og svo sem einn eða tvo ofnrétti? Ætli þetta sé nógur matur... ? Bestu kveðjur í bæinn, litli bróðir.

 

Í dag á Hákon minn litli líka afmæli. Bestu hamingju kveðjur á nesið og hafðu það ávalt sem allra best minn kæri. Ég vona þú njótir dagsins í faðmi náttúrunar í þjóðgarðinum. Fáðu þér nú góða köku í fjörukaffi húsinu í dag. Kveðja, Unnar. 


Allt er gott sem byrjar vel

Kennarinn sem á að leikstýra okkur í sumar er ekki við fyrr en á miðvikudag. Þannig við erum í fríi, mætum bara í yoga og förum svo heim. Já, þetta er skrítinn skóli. Við eigum sem sagt að vera heima og vinna okkar heimavinnu. En það eru takmörk fyrir þvi hvað leikari getur gert áður en leikstjórinn leggur línurnar. Við vitum til dæmis ekki hvaða hlutverk við leikum, eða hvort við leikum yfirleitt. Þar sem aðeins 3 hlutverk eru til boða, en við erum 5 á fyrsta ári. Já, í upphafi vorum við 7 en báðar unglingsstúlkurnar okkar hafa gefist upp. Ekki get ég hætt núna, þá verð ég bara eins og hver önnur gelgja. 

En kannski kunna vísindamennirnir einhver trix til að láta tvo leikara leika sama hlutverkið á sama tíma. Þetta snýst örugglega allt um hugsunina.

Svo i gær fór ég í sund og lá í finsbury park og sleikti sólin. Ég sleikti, hún brenndi. Ekki tunguna á mér samt, heldur bringu og bak. BBB, bak og bringu bruni.

Í dag ætla ég á British Gallery að finna mynd fyrir leikstjórnarmyndina mína. Það er um að gera að undirbúa næstu önn, ef við eigum ekkert að læra þessa.

Grease var söngleikurinn sem varð fyrir valinu. Það er nú ekki hægt að finna það þynnra, ha? Spennandi að sjá hvernig vísindamennirnir ætla að nálgast þetta margbrotna verk.


« Fyrri síða