Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Aðventan

Aðventan skollin á og allt á fullu nú sem endranær. Ég var í skólanum frá hálf tíu í gærmorgun til hálf tólf í nótt og var svo mættur aftur klukkan eitt í dag til að þrífa. Við þrifum til hálf sex og byrjuðum svo að æfa frá sex til átta. Ég veit að margir vinna meir en ég og erfiðari vinnu en mikið skrambi er ég nú þreyttur. En hvað með það ég er búin að skreytta hér heima og er að hlusta á jólalög, lífið er ljúft.

Næsta laugardag er prófið mikla og daginn eftir leik ég jólasvein á jólaballi íslendinga félagsins.

Þannig nú er málið að fara snemma í bólið meðan það er hægt og drullast til að standa sig, það held ég nú.

Gleðilega aðventu.


Lífið er einfalt

Við þurfum ekki öll að gera sömu mistökin, en við lærum samt svo helv... mikið af þeim. En auðvita er vert að taka mið af þeim sem fyrir okkur fara.

Hin 90 ára gamla Regina Brett frá Ohio skrifaði þessi 45 atriði um það sem lífið hafði kennt henni: 

1.     Lífið er ekki sanngjarnt, en það er samt ljúft

2.     Þegar þú ert í vafa, taktu þá bara lítið skref

3.     Lífið er of stutt til að eyða tíma í að hata einhvern

4.     Vinnan þín mun ekki sjá um þig þegar þú verður veik(ur). Vinir þínir og fjölskylda munu gera það. Vertu því í sambandi við þau.

5.     Greiddu kreditkortareikninginn þinn í hverjum mánuði

6.     Þú þarft ekki að vinna öll deilumál – samþykktu að vera ósammála

7.     Gráttu með einhverjum. Það er betra en að gráta einn

8.     Það er allt í lagi að reiðast út í guð.- - - Hann þolir það

9.     Safnaðu fyrir elliárunum og byrjaðu með fyrsta launaseðlinum

10.  Þegar kemur að súkkulaði, þá er mótstaða árangurslaus

11.  Semdu frið um fortíðina, þannig að hún eyðileggi ekki samtíðina

12.  Það er í lagi að láta börnin þín sjá þig gráta

13.  Berðu ekki þitt líf saman við annarra. Þú hefur ekki hugmynd um hvernig þeirra líf er

14.  Ef samband þarf að vera leynilegt, þá áttu ekki að vera í því

15.  Allt getur breyst á augabragði. En hafðu ekki áhyggjur

16.  Dragðu andann djúpt að þér – það róar hugann

17.  Losaðu þig við allt sem ekki er nýtilegt, fallegt eða skemmtilegt

18.  Það sem ekki drepur þig gerir þig bara sterkari

19.  Það er aldrei of seint að hafa skemmtilega barnæsku. En sú seinni er alveg undir þér komin og engum öðrum

20.  Þegar kemur að því að sækjast eftir því sem þú elskar við lífið, taktu þá aldrei Nei sem svar

21.  Brenndu kertin, notaðu fínu rúmfötin, farðu í fínu nærfötin. - - - Sparaðu þetta ekki fyrir sérstök tilefni – Í dag er sérstakt tilefni

22.  Undirbúðu þig ávallt vel – láttu svo strauminn taka þig

23.  Vertu óvenjuleg(ur) í dag - - - Bíddu ekki eftir gamals aldri til að klæða þig í fjólubláan lit !

24.  Mundu að mest áríðandi kynfærið er heilinn

25.  Enginn ræður yfir hamingju þinni nema þú

26.  Rammaðu inn allar svokallaðar þjáningar með orðunum . . . . „Mun þetta skipta einhverju máli eftir 5 ár“ ?

27.  Hafðu lífið alltaf að leiðarljósi

28.  Fyrirgefðu öðrum allt

29.  Það sem aðrir hugsa um þig kemur þér alls ekki vð

30.  Tíminn læknar svo til allt. . . . Gefðu tímanum tíma

31.  Hversu gott eða slæmt sem ástandið er,. . . þá mun það breytast

32.  Taktu þig ekki of hátíðlega, . . . enginn annar gerir það

33.  Trúðu á kraftaverk

34.  Guð elskar þig vegna þess hver hann er, ekki vegna þess sem þú gerðir eða gerðir ekki

35.  Endurskoðaðu ekki lífið, . . Vertu til staðar og taktu þátt í því

36.  Að verða gamall er betra en hinn kosturinn - - - að deyja ungur

37.  Börnin þín fá bara eina barnæsku

38.  Allt sem skiptir máli í lokin er að þú hafir elskað

39.  Farðu út á hverjum degi , - - kraftaverk bíða alls staðar

40.  Ef við myndum öll kasta áhyggjum okkar í stafla og sæjum stafla hinna, . . þá myndum við hrifsa okkar til baka

41.  Öfund er tímasóun.- - - Þú hefur nú þegar allt sem þú þarfnast

42.  Það besta er ef til vill einnig ókomið

43.  Það skiptir ekki máli hvernig þér líður, - - - farðu á fætur, klæddu þig og sýndu þig.

44.  Láttu undan

45.  Lífið er ekki skreytt með slaufum, - - en samt er það gjöf


Skólajól

Jæja, þá er allt komið á fullt, nú er verið að leggja lokahönd á verkin svo þau komi til greina í prófið. Næstu dagar verða langir og strangir en ánægjulegir. Þetta er þriðja síðasta prófið mitt í þessum skóla svo þetta horfir allt öðruvísi við en það fyrsta til dæmis. En það er gaman í skólanum og þetta rúllar allt einhvern veginn áfram og alltaf tekst þeim að kenna manni e-ð nýtt.

Annars hlakka ég bara mest til að koma heim um jólin og hitta allt fallega fólkið mitt, get varla beðið. Ætli fjarvistin frá þeim sé ekki það dýrasta sem ég borga fyrir þetta nám? En þeim mun dýrmætara að standa sig og gera þetta almennilega ekki satt?

Sem sagt hér er allt með kyrrum kjörum og drengurinn dafnar vel.


Elsku besti drengurinn

Huginn Bjarki Mig langaði bara að monta mig af fallega frænda mínum, honum Huginn Bjarka syni Hildar systur og Ragga. Myndin er tekin af Aldísi frænku. Er maður ekki ríkur?

Blogg leti?

Já, það hefur gengið eitthvað hægt að blogga síðustu vikur. Ekki að það sé eitthvað meira að gera, líklega er það bara nennuleysi.

En það hefur samt gengið á ýmsu hér á bæ, skólinn eins og venjulega drottnar yfir öllu. En nú eru aðeins 4 vikur eftir önninni, og í janúar 6 mánuðir eftir af leikaranáminu. Þá tekur við eitt ár til viðbótar til að klára leikstjórann. Þannig það sér nú fyrir endann á þessu. Næsta ár verður svo miklu rólegra því þá erum við ekki í neinnum tímun heldur vinnun aðeins að lokaverkefnunum okkar.

Annars er það helst að frétta að ég var að fá mitt fyrsta atvinnutækifæri, hreyfileikhúskennarinn okkar vill fá mig í sýningu hjá sér í sumar. Það fer allt eftir því hvernig skólinn verður um það leyti, en hljómar mj0g spennandi.


Sko svíana

Það má margt segja um blessaða svíana en þeir eru alls ekki eins vitlausir og þeir líta út fyrir að vera. Þrátt fyrir að þeir kunni ekki að smíða húsgögn sem ekki þarf að herða saman á hálfs mánaðar fresti. Hafa þeir vit á að ráða hæft fólk til starfa hvort sem það elskar fólk af sama kyni eða hinu gagnstæða. Enda var það ekki Gubbi gamli á himnum sem skapði okkur öll í sinni mynd? Eða erum við öll komin af öpum? Svíarnir eru greinlegra komnir lengra frá öpunum í þróuninni en þeir sem ríkjum ráða í íslensku "þjóðkirkjunni".

Heya sverge og allir í IKEA ;)


mbl.is Lesbía vígð biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skondin veröld

Tæplega sextugur Brasilíumaður olli uppnámi þegar hann mætti sprelllifandi í eigin útför.

Að sögn brasilískra fjölmiðla höfðu ættingjar múrarans Ademir Jorge Goncalves fullyrt að lík manns, sem fórst í bílslysi í Paranafylki daginn áður væri af honum.  

Raunar var erfitt að bera kennsl á líkið þar sem það var illa farið. Móðir Ademirs og fleiri ættingjar voru raunar í nokkrum vafa en frænka hans og fjórir vinir voru alveg vissir í sinni sök.

Í Brasilíu eru látnir bornir til grafar eins fljótt og verða má og því fór útförin fram daginn eftir. Meðan á henni stóð birtist Ademir hins vegar, hálf tuskulegur en í fullu fjöri.  

Í ljós kom að hann hafði verið á fylleríi með vinum sínum þar sem þeir drukku pinga, brasilískt brennivín. Þegar hann raknaði við sér morguninn eftir frétti hann að verið væri að bera hann til grafar.

Í ljós kom að líkið var af manni úr öðru fylki.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband