Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Píslarvotturinn feiti

Já, þau eru mörg og misjöfn manna meininn. Ég rakst á þetta ljóð í netheimum og mér datt í hug að deila því með ykkur.

Davíðssálmur

Á Valhallarhæðinni

er verið að krossfesta mann.

Og fólkið kaupir sér far

með  kreppulestinni

til þess að horfa á hann.

 

Það er stormur og kuldi,

og sjórinn er úfinn og grár.

 

Þetta er feitlaginn maður

með hrikalegt geð

og hrokkið hár.

 

Og konan með hvíta hárið 

segir við mig.

 

Skyldi manninum ekki leiðast

að láta krossfesta sig?

 

Upphaflegt ljóð: Steinn Steinarr

Skrumskæling: Hilmar Magnússon

Orðið „kreppulestinni“ fengið að láni hjá Öldu Svanhildi Gísladóttur


Hafið á ný

Jebb núna er ég komin á sjóinn... Nei nei skólinn er byrjaður og stríðið hafið á ný. Á morgun þriðjudag er einhver nefnd að koma og taka út skólann, þetta er enn eitt skrefið í því að meta skólann til MB gráður prófsleyfis.  Við tókum til í skólanum á sunnudaginn svona til að láta líta út fyrir að allt væri voða skipulagt hjá okkur. Sem og það er alveg næstum því að verða. Við erum alveg að vera búin að koma okkur fyrir í nýja skólanum og fólk aðeins farið að kunna á hlutina. Ég er að undirbúa sýningu á Gilitrutt fyrir þessa nefnd en aðeins 4 sýningar voru valdir til sýningar. Svo byrja æfingar á næstu verkum mynd-leikriti, þögn, söngverki og áhrifaríkri leikstjórn í vikunni. Allt mjög spennandi og er ég bara nokkuð bjartsýnn á góða önn. Annars sakna ég fjölskyldunnar minnar, það er hundfúlt að geta ekki skroppið í kaffi til síns fólks. En á sama tíma er eins gott að ég standi mig í þessu námi og vinni eins og maður fyrst ég er að leggja þetta á mig. Þetta verður strangt og helvíti erfitt en mikið verð ég betri á eftir, ha?

Annars er ég eina annsi magnaða sögu af því þegar ég varð bareigandi eina kvöldstund. En hana ætla ég að geyma þar til vísifingur er betur upplagður til skrifa...


Sparmáltíð

Í dag fljótlega eftir að ég steig úr rekju sótti að mér hungur. Þar sem nú er runnin upp tími aðhalds herjaði ég á að það sem til var í skápum og hirslum í stað þess að fara út og versla. Og reyndi að gera mér sem mestan mat úr því sem til var. Hangikjötið síðan í júní beið affryst (s.s þýtt ekki afþýtt) í ísskápnum, svo átti ég nokkrar kartöflur svo mér fannst upplagt að sjóða mér nokkrar í mús. Reyndi endaði ég á að steikja þær, ég gleymi alltaf hvað gasið er fljótt að hita allt hér. Ekki var rjómi í boði í músina en tyrkjajógúrt gerir sama gagn. Í eftirrétt var svo síðasti harðfiskbitinn með bresku léttu og laggóðu. Í eftirþanka var svo sú hugsun hvort kjetið væri kannski full aldrað til átu svo ég fékk mér eitt brennivínsstaup ískalt beint úr frystinum, svona til öryggis. Reyndar keypti ég mér kaffibaunir í snobbhænsna verslun í soho í gær en 250 gr af baunum eru seld á samverði og 100 gr af skyndikaffi þannig í raun voru þessi kaup sparnaður. Baunirnar mala ég svo í kaffikvörninni hennar ömmu í hleinó, gæti ekki verið betra.

Ég fékk símhringinu frá yfirmanni leikstjórnardeildar í morgun, hún vildi leggja það undir mig hvernig mér finnist að fá minn fyrrverandi kæmi á dagnámskeiðið, en hann hefði beðið um flutning. Ég sagði henni að það yrði skrítið en ég kæmist nú alveg í gegnum það. Hún vildi bara að nemandi sem væri vissulega að sýna framfarir þyrfti ekki að þjást fyrir veru nemanda sem ekki væri að vinna þá vinnu sem nemendum er skylt að gera. Og þar að auki leggur þessi nemandi leynt og ljóst sig fram um koma í veg fyrir framfarir annara. Mér þykir nú annsi vænt um að þau hefðu hringt og spurt, en drengurinn verður á skilorði og eitt orð frá mér og hann verður tekinn af námskeiðinu. Já, góðir hlutir henda gott fólk, slæmir hlutir... Nei, nei ég ætla mér ekkert að vera velta þessu fyrir mér, nóg annað að gera. Hún hringdi svo aftur og bað mig um að sýna Gilitrutt á miðvikudaginn því einhver nefnd er að koma og taka út skólann. Sko, Gilitrutt mín er aldeilis að gera sig. Gaman að geta kynnt íslenska menningu með þessum hætti en krummavísur spila einnig stórt hlutverk í leikgerðinni.


Göng strax, takk.

Þó fyrr hefði nú aldeilis fyrr verið fyrr.
mbl.is Vilja jarðgöng undir Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

einhverjum...

Haha, lesblindi ég las Kóngulóarmaðurinn bjargar einhverjum dreng. Mér fannst þetta líka eitthvað skrítin frétt.
mbl.is Köngulóarmaður bjargar einhverfum dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni?

Ég var að panta flug til ísland frá london, tvö flugfélög eru í boði. Icelandair og Icelandexpress gæðaflugfélag og rútubílaflugfélag, bæði bjóða mér flug á rúmlega 32 þúsund íslkr. Takið eftir að ég er bóka með næstum tveggja mánaða fyrirvara. Ég valdi að fluga með icelandair því tímasetningarnar á fluginu hentuðu betur og einnig er bæði þjónustan og þægindin, töluvert betri og meiri en hjá express. En sem sagt þetta heitir víst samkeppni milli tveggja flugfélaga og annað þeirra dirfist meira að segja að kalla sig lágjalda flugfélag. Það versta við express er samt að þeir leggja ekki skattinn á fyrr en kemur að því að borga, maður heldur því fram á síðustu stundu að miðinn kosti litlar 15 þúsund þegar raunverð er 30 þúsund. En ég er sem sagt að koma heim 9. til 12. mai, ég óska hér með eftir gistingu Skúli minn.

Annars er runnin upp núðlu og hrísgrjóna mánuður. Ég hef alltaf sparað en passað að borða vel og hollt en nú verð ég aðeins að skera niður í fæðiskostnað. Það er ekki eins og ég sé að svelta, þetta þýðir bara að ég verð að velta pundinu tvisvar á milli handana, taka strætó en ekki lestina og kannski grafa upp einhverja gamla fjarskylda ættingja sem geta boðið mér í mat svona endrum og eins.

Ég er næstum tilbúin með verkefnin fyrir næstu önn, þýðir samt ekki að þau eigi eftir að ganga upp það kemur bara í ljós. Síðasta önn gekk eftir allt saman vel og ég fékk hrós frá skólastjóranum fyrir fagmannlega vinnu, og leikurinn og söngurinn eru alltaf að skána, svo þetta er bara ein andskotans hamingja.

Jæja, ég ætla að fara koma mér út úr húsi og renna vinna smá í sólinni, það er samt kalt enda ekki alkomið sumar hér en vorið er fallegt.


Velkomin gæska

Það er nú fátt íslenskara en blessuð Lóan, til hamingju með vorið.
mbl.is Lóan er komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20. mars – Alþjóðlegur leikhúsdagur barna

Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn er haldinn ár hvert að frumkvæði ASSITEJ International – alþjóðasamtaka um barna- og unglingaleikhús.  Með samskiptaneti sem tengir saman þúsundir leikhúsa og einstaklinga um allan heim hvetur ASSITEJ leikhúslistamenn sem vinna að leiksýningum fyrir börn og unglinga að slá hvergi af listrænum kröfum í starfi sínu.  ASSITEJ leitast við að sameina ólíka menningarheima og kynþætti í baráttu fyrir friði, jafnrétti, umburðarlyndi og menntun.

 

Í tilefni af alþjóðlegum leikhúsdegi barna í ár hefur Þórarinn Eldjárn, að beiðni Samtaka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi, samið eftirfarandi ávarp.

 

Ávarp á alþjóðlegum leikhúsdegi barna

20. mars 2009

eftir Þórarin Eldjárn

 

Leikhúsmiði...... 

 

og leikarar uppi á sviði.

 

Þar sem allir geta orðið það sem þeir vilja.

 

Þau æpa, hvísla,  syngja, tala, þylja....

 

eitthvað sem allir krakkar skilja.

 

Fullorðnir verða börn og börnin gömul um stund

 

Breytist einn í kött og annar í hund.

 

Leikararnir skemmta,  fræða,  sýna, kanna, kenna...........

 

Kæti,  læti,  tryllingur og spenna.

 

Stundum er verið að reyna að ráða gátur

 

svo reka sumir upp taugaveiklaðan hlátur

 

og beint á eftir byrjar í salnum grátur.

 

Samt er alveg ótrúlega gaman

 

hvernig allir geta setið þarna saman

 

og horft á hvað leikararnir eru snarir í snúningum

 

og í sniðugum búningum.....

 

Þess vegna er alveg full ástæða til að þakka

 

að þessi dagur í dag skuli vera frátekinn sem alþjóðlegur leikhúsdagur krakka.

 


Já, það verður náttúrulega að stöðva þessa vitleysu.

Eyðni er að leggja Afríku í eyði, og eina leiðin til að spyrna við frekari útbreiðslu veirunnar er fræðsla og upplýst umræða. Þess vegna er stórhættulegt að fólk sem ekkert veit í sinn haus og hefur ekkert lesið nema matseðil og biblíuna sé að blaðra svona dæmalausa vitleysu.
mbl.is Frakkar gagnrýna ummæli Benedikts páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hélt að það væru takmörk fyrir heimsku...

en svo er greinlega ekki. Því enn á ný hefur páfi gert sig og kirkju sína að fífli með illa upplýstum og vægast sagt hættulegum yfirýsingum sínum.

Getnaðarvarnir auki líkur á HIV

 

 

 

 

 

 

Benedikt sextándi páfi vakti hneykslan víða í dag þegar hann lýsti afstöðu sinni til getnaðarvarna.

Á ferð sinni um Kamerún í Afríku sagði hann að smokkar gætu aukið hættu á að fólk smitaðist af HIV veirunni. Ekki kæmi til greina að endurskoða bann kirkjunnar við getnaðarvörnum. Frönsk stjórnvöld eru meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af ummælum páfa.  Þau ógni  heilsu milljóna manna  en hvergi í heiminum er  alnæmi jafn útbreitt og í sunnanverðri Afríku.

frettir@ruv.is
Ég veit ekki hvað hægt er að gera fyrir blessaðann manninn, annað en biðja góðann guð að geyma hann.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband