Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Grín

Æi ég hef verið eitthvað latur að skrifa upp á síðkastið. En það gengur vel, við erum bara æfa og undirbúa edinborgarferð. Skelli hérna inn smá gríni til gleðja ykkur.

Hér kemur sönnun þess að einn heimskur maður getur spurt að því sem 10 vitringar geta ekki svarað.

Hvað eru fiðrildi með í maganum þegar þau eru ástfangin?
Hvers vegna eru hermenn í borgarastyrjöld?
Af hverju er síðasti söludagur á sýrðum rjóma?
Hvað telja kindur þegar þær geta ekki sofnað?
Eru haldin kaffihlé í teverksmiðjum?
Af hverju kallast maður sem talar dónalega við konu karlrembusvín en fær kona sem talar dónalega við karlmenn borgað á mínútuna?
Hver er hraði myrkursins?
Af hverju nota kamikazeflugmenn hjálm?
Af hverju er framleitt Whiskas með kjúkling, Whiskas með nautakjöti, Whiskas með fiski en ekki Whiskas með mús?
Er fullur tölvudiskur þyngri en tómur?
Ef geðklofi hótar að fremja sjálfsmorð, kallast það þá gíslataka?
Af hverju svarar símsvarinn aldrei þegar hann er spurður?
Ef maísolía er gerð úr maís og olívuolía úr olívum, hvernig er því háttað með barnaolíuna?
Ef sund er gott fyrir handleggi og fætur, af hverju eru fiskar með hvorugt?
Hvernig kemst bílstjóri sanddreyfibíls í vinnuna á morgnana?
Ef ekkert festist við Teflon-húð, hvernig er hún þá fest við pönnuna?
Fá fiskar, eins og fólk, krampa ef þeir fara í sund strax eftir matinn?
Hvað kallast plastið sem er á endum skóreimanna þinna?


Já, athyglisvert

Nú hef ég stundað yoga í tvö ár og finn engan mun. Kannski er ég eitthvað að krossleggja fæturna vitlaust eða stend hinn veginn eða hinseginn á haus. Hvernig ég færi nú að því. Mörg er vitleysan í kýrhausnum en ég get reyndar ekki séð hvers vegna hann Swambi er svona upptekinn af samkynhneigð. Því jafnvel ef samkynhneigð væri nú sjúkdómur hverjar eru þá afleiðingar þessa sjúkdóms. Ungur maður veikist af samkynhneigð og fer að dilla bossanum og kaupir Silfursafn Páls Óskar með lausum úlnliðnum? Ung kona smitast og endar sem forsætisráðherra? Hvað býr að baki svona yfirlýsingum. Ég þekki ungan strák frá Indlandi, saga hans er sorgleg og endaði hann á því að flýja land og setjast að í london fjarri fjölskyldu og vinum. Af hverju jú vegna "skoðanna" sem þeim er Swambi Baba er að halda fram. Faðir þessa strák ætlaði að hrista samkynhneigðina úr syni sínum og sendi hann í herinn. Þar sem honum var hópnauðgað nánast daglega af gagnkynhneigðum samhermönnum sínum í þrjá mánuði. Hvernig lifi á nokkur eftir að lifa eftir svona upplifun. Jú,allir eiga rétt á sínum skoðunum, en að koma fram með yfirlýsingar sem þessar er stórhættulegt og eldur á bál skilningsleysis og haturs. Menn sem Swami Baba Ramdev eru um leið ábyrgir fyrir því hatri og ofbeldi andlegu og líkamlegu sem enn þá, því miður, lifir.

Hinseginn dagar eru fagnaðar- og þakkarganga samkynhneigðra á íslandi, þar sem við samgleðjumst yfir fjölbreytileika manlífsins. En munum þá sem enn þá þjást og deyja fyrir það eitt að vilja elska og lifa lífi því sem þeim hefur verið gefið. 

Menn eins og Swami Baba ættu frekar að einbeita sér að þeim raunverulegu vandamálum sem herja á fólk í indlandi. Til dæmis mansali á konum og börnum eða þeirri stéttarskiptingi sem dæmir margt ungt fólk til fátæktar og eymdar þrátt fyrir vilja og getu til að eiga sér betra líf, frekar en vera fýlupokast út í okkur dillibossana.

 


mbl.is Segir jóga „lækna" samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku karlinn Davíð.

Já, það er hægt að treysta á Davíð að skemmta landanum með gríni og glensi á þessum síðustu og verstu tímum. Örn Árnason er líklega feginn að eftir að Dabbi Kóngur fór i frí, hefur hann alfarið sjálfur séð um leika sjálfan sig. Davíð kemur stöðugt með nýtt efni, nú síðast lék hann seðlabankastjóra en slær nú öll met með því að koma fram sem hlutlaus ráðgjafi og fortíðar spámaður. Já, það þarf því engan að örvænta þó spaugstofann sé hætt, persónurnar úr þeim merka þætti hafa fundið sér nýjan farveg svo sem kastljósið og moggann. Best fannst mér grínið með leynilegu skýrsluna sem Dabbi með glettið bros á brá sagði ríkisstjórnina leyna almenningi. Eins og Jóhanna Sigurðardóttir sæti persónulega með þessa skýrslu undir setunni á skrifstofustólnum sínum. Þessa leynilegu skýrslu má lesa hér.

http://www.banque-france.eu/gb/supervi/telechar/2000_deposit.pdf

Fleiri leynilegar skýrslur stjórnvalda má svo lesa á http://www.island.is/endurreisn

Góðar stundir.


mbl.is Ekki fundið neina slíka skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðiganga

Já, á morgun fögnum við fjölbreytni mannlífsins og gerum okkur glaðan dag hér í london. Það er gaman  á Hinseginn dögum í reykjavík en London Pride er risadæmi og ótrúlegan gaman. Í fyrra gekk ég  í broddi fylkingar og bar risa regnbogafána með 100 öðrum, en í ár ætlum við bara að mæta á torgið og sjá gönguna og svo náttúrulega skemmtiatriðinn á eftir. Soho hverfinu öllu er svo lokað fyrir bílaumferð og allt hverfið er undirlagt í eitt risastórt götupartý. Mikið stuð mikil gleði ;)

220.jpg

 

 

 

 

 

 

Ég voða hress í göngunni í fyrra.


Ída systir, afmælisbarn.

Til hamingju með afmælið stóra systir mín. Takk kærlega fyrir mig um daginn og þá sérstaklega helgina á stokkseyri. Njóttu dagsins og hafðu það ávalt sem allra, allra best. Bestu kveðjur í Garðabæinn, Unnar brósi (Ennþá bara tuttugu og eitthvað)

Ida                                Ída og Sæþór í fjörunni við Grótu.


Jude Law sem Hamlet?

Já, vissulega var hann að vanda sig og það var gaman að hafa séð Hamlet fluttan af ensku leikurum. En samt var þetta ekki alveg að virka. Sit hérna heima eftir að hafa setið og horft á verkið þrjá og hálfann tíma og mér er eiginlega alveg sama. Sem þýðir að verkið var ekki gott, það er að segja uppfærslan. Gott leikhús er þegar verkið skilur eftir einhverja hugsun eða mynd eftir í höfði áhorfandans. Eins og minning um ljúfa stund með ættingjum eða vinum, góða máltíð eða fagra tónlist. Annars spyr maður sig til hvers var ég að þessu, hvers vegna leikhús? Ekki er hægt að kenna Jude hunk Lawsyni um það einum, enginn að leikurunum voru að standa sig og leikstjórinn alls ekki. Eitt skilur þó kvöldið eftir, ef þetta er það sem þarf, skal ég verða svo miklu betri. Ég á tvö ár eftir af náminu og ef gengur hér eftir sem hingað til verð ég tilbúin að herja á markaðinn hér í englandi með þursu leikhúsi. Og hana nú ;)

Jude Law, Hamlet

 


Er óperan dauð?

Nei, ekki svo lengi sem áhorfendur mætta á sýningar. Ég sat í 25 stiga hita á einu stærsta torgi londonaborgar og horfði á La travaita eftir Verdi á stórum skjá frá í beinni útsendingu frá konunglegu óperunni. Torgið var fullt tíu þúsund manns, sem og hin 14 torgin sem sent var út til einnig. Áhorfendur voru flestir á mínum aldri þó nokkrir gráir kollar hafi sést inn á milli. Fólkið naut blíðunar, flutningsins og þess að geta leggið á torginu í lautarferðar stemmningu með nesti og flösku. Þetta var frábær stund og sannaði svo sannarlega að fólk kann að meta afþreyingu sem vandað er til og skiptir engu þó vínið sé gamalt á gömlum belgjum. Fegurðin er svo sterk í verkinu að enginn getur ósnortinn setið eftir flutninginn. Óperan er vissulega gömul listgrein og margir segja stöðnuð. En svo er ekki, óperan er enn að þróast og er lifandi. En markaðurinn, áhorfendur kalla samt reglulega á klassískar uppfærslur af klassískum verkum. Óperan er partur af okkar menningu, að horfa á góða vel flutta óperu er eins og fara á listasafn og sjá verk gömlu meistarana. Ekkert skrettur upp af engu, sú list sem við búum að í dag er vegna þórunar sem átt hefur sér stað í hundruð ára. Og þessa sögu ber að virða og halda á lofti. Myndi einhver segja að Mona Lisa væri barn síns tíma og mætti missa sig, málverkið væri dautt, bæ bæ. Nei líklega ekki. Óperan er ekki fullkomin og áhorfendur gera miklu meiri kröfur um góðan og sannfærandi leik. Það er eitthvað sem vissulega hefur verið að þróast nær leikhúsinu, s.s leikurinn hefur vegið meira í túlkun. En óperuleikstjórar verða samt að leggja meiri áherslu á þann þátt og vinna sína vinnu betur. En töfrar þessa list forms eru enn til staðar og virka enn. Það sá ég í kvöld, óperan er lifandi.

La Traviata


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.