Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Myndmál

Hér eru nokkrar myndir frá æfingum og sýningum á Kákasushringnum í Edinborg í sumar, að auki eru nokkrar myndir frá götukynningunum. Ljósmyndari Matt Cooper, höfundaréttur ASAD.

dscf6308.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 dscf6305_915678.jpg

dscf6409.jpg































dscf6180.jpg




























dscf6596.jpg






















dscf6502.jpg























dscf7296_915682.jpg






















dscf6985.jpg

























edinborg.jpg


















dscf7334.jpg

Ferðalag

Jæja, það kom að því að ég mátti vera að því að byrja að skrifa ferðasöguna. Skólinn er nefnilega byrjaður aftur og allt komið á fullt. Ég þarf að vinna tvö svolítið stór verk þessa önn en það verður bara stuð.

Við vorum nú ekkert sérstaklega að skipuleggja þessa ferð, enda átti þetta að vera ævintýraferð. Okkur tókst nú samt að finna rútu út á lestarstöð frá flugvellinum og finna lestina þangað sem við vildum komast eða til smá bæjarins Verdon sur la mer. Það tókst sem sagt þótt lestin hafi bakkað næstum alla leið, ég veit ekki alveg hvernig það gekk upp. Okkur leist nú ekkert á blikuna þegar við stigum úr lestinni, þar var enginn brautarpallur bara möl. En okkur tókst að finna hótel þar sem okkur var sagt til vegar við viltumst nú samt. En okkur tókst að finna ströndina (fyrsta sinn sem ég kem á hvíta erlendisströnd) og fengum okkur kvöldverð þar. Svo löbbuðum við kílómeter út fyrir bæinn á tjaldstæðið og tjölduðum þar í svarta myrkri tjaldinu nýja í fyrsta sinn. Okkur fannst nú óþarfi að borga fyrir svona þjónustu og veifuðum brosandi starfsfólkinu sem bauð okkur góðann dag sem við gengum út um hliðið um morguninn. Við gengum svo aftur í bæinn og borðuðum morgunmat á ströndinni. Við gengum svo af stað að finna hvar gangan átti að hefjast. En við ætluðum að fylgja pílgrímsleið suður með ströndinni. Við fundum eitthvað skiliti og urðum ofsakátir með það, þetta reyndist vera rangt skilti því við týndum slóðinni um leið og fundum hana ekki aftur fyrr en nokkrum dögum seinna. Þannig við gengum meðfram þjóðveginum fyrsta daginn og á ströndinni þann næsta. Þetta svo svona næstu daga við gengum frá einum bæ til þess næsta þar sem við áðum þann tíma sem sólinn var sem hæst á lofti og gengum svo til þess þar næsta seinni partinn og gistum þar. Við gistum á 3 til 4 stjörnu tjalstæðum þar sem eru sturtur,þvottavélar, veitingastaður og verslun og oft sundlaugar. Nóttin var að kosta okkur frá 1700 til 2000 krónum á mann, nokkuð gott. Hitinn var hæstur 35 stig en það var orðið annsi kalt seinustu morgnana eða undir 10 stigin, enda kominn miður sept. En fáir á ferli og þá aðallega frakkar enda flestir venjulegir ferðamenn horfnir á braut. Þetta voru mest megnis eldriborgarar á húsbílum með gervigrasið og hundana í farteskinu.

Það gekk á ýmsu verð ég að segja til dæmis gengum við í gegnum nektarströnd á leiðinni eftir ströndinni. Það var frekar óþægilegt að rölta þarna með bakpokann í gengum þvögu af strípuðum frökkum á miðjum aldri sem alltaf virtust þurfa að vera beygja sig. Sérstaklega karlarnir, með botninn upp í loft um alla strönd. Það verður langt þangað til ég fæ mér kjötbollur. Ég held að aldrei höfum við Baldvin gengið eins hratt. Svo var það klikkaða hundakonan og klikkaða hjólakonan. Sú klikkaða á hjólinu gerði nú ekkert af sér nema tala við sjálfa sig. En sú með hundana greyið var öllu verri. Hún greinilega bjó á einu tjaldstæðinu sem við gistum á, þetta var lítið hálfrar stjörnu stæði. Konan hafði komið sér fyrir fyrir framan þvottavélina með hundana og var að sólbaða sig meðan hún beið eftir því að vélin lyki sér af. Þarna lá hún sem sagt kona á vel miðjum aldri í hvítum baðslopp. Við vorum bara að hafa það náðugt og vorum að spjalla með bjór og svona í tjaldinu nokkuð frá. Kerling var hinumeginn við þjónustu húsið. Allt í einu kemur hún á hundahlaupum fram fyrir húsið eins og hún eigi lífið að leysa. Vippar upp um sig baðsloppnum svo hvítur botninn blassir við okkur og kastar vatni eins og meri úti á túni. Ja, hérna hér hugsa ég og í forundran leita skjóls inn í tjaldinu. Nei, þetta er ekki að gerast... Baldvin, Hún er að pissa, Klikkaða hundakonan er að pissa þarna standandi. Baldvin greyið í jafn miklu sjokki týnir saman plöggur sína og forðar sér inn í tjald.Við urðum nú ekkert meira varir við blessaða konuna, fyrr en gæslukona skóplaði henni upp í bíll til sín og skutlaði henni í hjólhýsð þar sem hún virtist hafast við.

Þetta var nú alls ekki það merkilegasta sem kom fyrir eða bar fyrir sjónir, en tvímælalaust skemmtilegast að segja frá.

En þetta var yndislegt að rölta svona um ekkert planað nema einn dagur í einu, við vissum að við gáttum alltaf tekið rútu ef við myndum ekki ná í tíma fyrir flugið heim. Frakkar eru frábærir heim að sækja, og alltaf tilbúnir að hjálpa tveimur vitlausum ótalandi ferðalöngum, segja til vegar eða gefa manni far. Það var samt ekki svindl að fá far því við styttum ekkert leiðina fórum bara aðeins lengra inn í landið.  Gestrisnir segji ég, nema fólk á upplýsingaskrifstofum ferðamanna, þau töluðu fæst ensku og eða mjög litla og kvöddu okkur alltaf eftir hvert svar sem þau gáfu okkur og andvörpuðu feginn þegar við loksins fórum með fangið fullt af allskonar kortum sem hjálpuðu okkur ekkert.

upphafið

 

 Voðalega ánægðir með að hafa fundið skiltið, sem vísaði eitthvað allt annað en við vildum fara.


Bogga á afmæli í dag ;)

Í dag á mamma mín afmæli, til hamingju með daginn mútta tútta ;) Njóttu dagsins.Mamma og Aðalheiður

En annars er ég sem sagt komin heim eftir frábæra gönguferð um suður frakkland. Segji frá ferðinni seinna.

 

 

 

 

 

 Mamma og Aðalheiður á níræðisafmælinu okkar Pabba.


Fríííííííííí, ahhhhh

Jæja, þá er fríið byrjað. Margt búið að ganga á eins til dæmis að taka upp alla dansana úr kákasus hringnum, leikhúsferð að sjá leikara úr skólanum og svo bauð Sigríður Dóra nýorðin velgjörðarkona mín mér út að borða.                                                                                                                               Fjörug helgi að baki og í fyrramálið liggur svo leið til suður frakklands, þar svo við gáfumeninn ég og baldvin ætlum að vafra um og tjalda þegar okkur sýnist svo. Allt er klárt en ég fékk sendingu að heiman á laugardaginn með helstu nauðsynjum og aukahlutum, takk fyrir það. Sérstaklega takk fyrir bolinn Ída og Skúli ég mæti í honum á skóladaginn fyrsta í haust, flottastur.

Annars er það merkilegast að ég er komin með nýtt símanúmer 07875236919.

Sjáumst eftir viku eða svo.

 


Edinborg

Jæja,

Þá er löngum og ströngum kafla lokið. Ég hef oft skrifað hér að það hafi verið mikið að gera, en ég held að aldrei hafi eins mikið verið að gera. Ég var að leikstýra Gilitrutt, sjá um ljósin og var yfirsviðsmaður fyrir bæði sviðinn og lék tvo hlutverk í Kákasus hringnum. Þessi störf voru kannski ekki öll stór eða tóku mikinn tíma en það þurfti samt að gera þau.  Svo dagana fyrir edinborg var lítið sofið en mikið unnið. Svo keyrði ég sendibílinn í félagi við annan nemenda upp til edinborgar, akstur sem tekur 8-9 tíma sama kvöld var svo tæknirennsli á Kákasushringnum og morguninn eftir tæknirennsli á ævintýrasýningunum. Þann sama dag frumsýndum við Kákasushringinn. Sýningin gekk illa það kvöld og fengum við slæma dóma aðeins eina stjörnu frá Broadway baby. En kvöldið eftir gekk betur og kvöldið þar eftir en betur. Þar til við unnun okkur upp í 4 stjörnur frá 3weeks. Þannig þetta gekk allt og var heljarinnar reynsla. Gilitrutt og félagar í ævintýrasýningunni fékk 3 stjörnur frá einhverjum gagnrýni og uppskar bæði grátur og hlátur frá áhorfendum. Á daginn sýndum við svo dansana úr verkinu á götusviðum í miðborginni og seinni partinn dreifðum við pésum til að kynna sýninguna. Þannig við vorum að allan daginn. Ég náði samt að sjá 9 aðrar sýningar bæði slæmar og lélegar, nei nei nokkrar voru mjög fínar. Ég náði ekki að sjá mikið af edinborg en það sem ég sá var falleg, mjög sjarmerandi borg.

Við vorum svo að eftirbrenna vinnuna og ég fékk að heyra að ég væri hrokagikkur og skaphundur, eitthvað sem ég þarf að vinna í. En annars er ég góður leikari og söngvari og auðvelt fyrir leikstjórann að vinna með mér, en ekki eins auðvelt að leika með mér. Svo núna er ég svolítið týndur, veit ekki alveg hvað ég á að hugsa. En ætla bara að leyfa þessu að veltast um í hausnum á mér.

Þannig var nú það.

Segi betur frá einstaka þáttum seinna. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.