Eftir önn...

Jæja, ströng en stutt önn að baki. Ég kom þremur verkum í gegn, eitt fór í prófið og tvö stöðust önnina. Auk þess var ég nemenda aðstoðarskólastjóri í fimm vikur. Geri aðrir betur, ég er súperman!

Eða næstum því... Í það minnsta er ég rogginn með mig.

Í dag er Santi Patreksdagur hér í borg. Þá drekka bytturnar á horninu í grænum bolum og bareigandi hengir upp blöðrur. Ég sjálfur sötra Guinnes ölara svona rétt áður en ég fer að kenna miðaldra konum jóga. En jóga kennarinn okkar bað mig að leysa sig af í nokkra tíma núna í fríinu. Fínt að fá inn smá aur.

Annars er ég bara að undirbúa íslandsför og svo næstu önn að sjálfsögðu. Næst er það ópera og söngleikur, iss piss og pela mál, ekkert mál. 7, 9 ,13 ber í við.

Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.