Loka lok

Já, eitthvað gengur nú hægt að blogga. En sýningum á All My Sons er lokið og gekk bara stórvel. Enda er ég í smá spennufalli enn í dag, því þetta var nú töluverður biti að kyngja. En í framhaldi af þessari sýningu hefur mér verið boðið að taka þátt í sýningu í haust. Þetta er smáhlutverk í tveggja einþáttunga verki eftir meistara Tennessee Williams, Life by Tenn, ég leik í The case of the Crushed Petunias. Þetta verður því í fyrsta sinn sem ég stig á svið í London sem atvinnumaður. Sem er nokkuð gott, enda ekki útskrifaður og ekkert farinn að leita mér að vinnu.

Annars gengur hér allt sinn vana gang, við erum á námskeiðum mikið núna, og byrjum svo á nýju verki eftir næstu viku.

Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.