Það held ég nú.

Eins og sjá má til hér til hægri eru bara 95 dagar til jóla. Það er ekki neitt.

Ég kenndi fyrsta jóga tímann minn í dag, gekk bara vel. 12 litlir fyrsta árs nemar mættir á svæðið hressir og kátir, alls konar fólk. Mest þó af fúlum sænskum stelpum, ekki alveg minn tebolli. En hvað með það ég þrælaði þeim í gengum þetta. Og var lafmóður á eftir, en það er annsi erfitt að tala og vefja útlimunum í kringum sig á sama tíma. En ég var svo ótúlega heppinn að finna tvær nýjar jóga dýnur fyrir utan dyrnar hjá mér á föstudaginn, svo ég mæti eins og atvinnumaður með glansandi nýja jóga dýnu með skýja munstri. Hina not ég hérna heima, hún er nike, merkjavara elskan.

Ég er búin að skila inn lokaverkiefninu og bíð eftir samþykki frá skrifstofunni. Þá get ég byrjað að undirbúa æfingar sem hefjast 4 október. The Killing of Sister George eða Systir George myrt eftir Frank Marcus eða Frakkur Magnús varð fyrir valinu. Þetta er svona gamandramaspennusöngvaástar og haturs verk, fjallar um útvarpsleikkonu sem kemst að því persónan sem hún leikur verður ekki langlíf.

Ég hlakka til Jólanna 

Ég hlakka til frumsýngar á fyrsta atvinnuhlutverkinu mínu 28 sept

Ég hlakka til 22 nóv þá að sýni ég lokverkefnið mitt og hitti fjölskylduna mína

Ég hlakka til í júni að ganga inn í bestu atvinnugrein í heimi

Ég hlakka til næstu 60 ára að gera nákvæmlega það sem mig langar að gera

Ég hlakka til að deyja 90 ára með bumbu og helvíti góða ævi á bakinu

En nú er bara rétt byrjað að hausta hér í london, en um 20 stiga hiti og langt til jóla. Við frumsýnum eftir rúma viku og sýnum 5 sýningar í einu af best þekktu bar leikhúsunum hér í borg. Nóvember kemur hvort sem ég verð tilbúin eða ekki, verður bara gott að vita hvað þau segja um verkið sem ég valdi. Í júní verð ég vonandi á íslandi að vaka frameftir í miðnætursólinni. 60 ár eru tvisvar sinnum það sem ég er búin að draslast í gegnum nú þegar. Ekki heil eilífð heldur tvær. 90 ára? Ég er jóga kennari núna, ég verð 110 minnst.

Gaman af þessu ;)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara muna að anda líka með alla útlimi í kross að reyna að tala. En 90 ára eigum við ekki að stefna lengra???

Ída (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 22:13

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

jú ætli maður dingli ekki til 110 svona af gömlum vana ;)

Unnar Geir Unnarsson, 27.9.2010 kl. 22:54

3 identicon

Mikið verður gaman þegar við hittumst öll með bumburnar okkar og tannlausu gómana 110 ára gömul :) Get ekki beðið eftir að nóvember fari að láta sjá sig. Og 95 dagar í jólin er ekki neitt :)

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 22:17

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

:)

Unnar Geir Unnarsson, 4.10.2010 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband