Dauði

Já, eftir 90 mín fer ég á æfingu og dey úr berklum, svona er nú að vera leikari.

Leikara lífið er ljúft sofið út á hverjum degi og vakað frameftir. Ef ekki væri fyrir jógakennsluna þá væri ég orðinn feitur ungur leikari en í staðinn hangi ég í millistærð. 

Svo er ég mikið einn heima sem er bara yndislegt, get ekki beðið eftir að eignast eiginn íbúð, ég er búin að búa í einhverskonar samfloti í nærri 4 ár núna. 

Sænska flykkið sem er að leikstýra mér er að standa sig ágætleg, og þetta verður líklega bara nokkuð gott hjá henni.

Eitt fyndið þó, strákurinn sem leikur bróður minn er frá pakistan, pabbi minn er enskur, móðir mín sænsk, móðurbróðir minn íslenskur, eiginkona mín er frá líbanon og móðir hennar er svo kúrdi. Ég eignast svo dóttur sem er leikinn af drengbrúðinni Sam. Þetta er hinn litríkasti kokteill, og verður örugglega höfuðverkur fyrir blessaða áhorfendurna og finna eitthvað útúr þessu.

Annars er byrjað að vora hérna suður frá, sem þýðir að eftir 8 vikur vorar hjá skotum.

Annars er lítið að frétta, hér er skorið við nögl og lifað frá degi til dags. Ég er þó aðeins að fá jóga kennslu útí bæ. Var um daginn að kenna í Konunglega Bílaklúbbnum,í marmaraþakktri höll í miðborginni, þar kenndi ég millum á svölum með útsýni yfir fitukeppi svamlandi um í 25 metra innilaug. Gaman af því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að allt gangi vel fyrir utan fjárhaginn en hver hefur það svosem ekki skítt í dag ;) það verður gaman þegar þú verður farinn að búa einn, sérstaklega ef það verður pláss fyrir tjahh 3 plássfrekar systur eða svo :)

bestu kveðjur og knús í hús,

Hildur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 22:02

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

veit ekki með það, það er nú nóg af hótelum í london sko ;)

Unnar Geir Unnarsson, 25.1.2011 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband