gangverkir

Já, þetta gengur.

Nú eru bara 6 og hálf vika eftir af þessu verki og svo bara eitt í viðbót. Og þá og loksins þá er ég búin. Ekki það ég sé að kvarta það gengur bara vel að æfa, en það væri samt voða gott að klára.

Ég mæti reglulega og teygji og toga millana í bílaklúbbnum. Veit samt ekki alveg hvað er með miðaldra bumbu karla og ofur stuttar stuttbuxur, ef einhverjir ættu ekki að sýna leggina þá eru það miðaldra karlmenn.

Ég fann þetta fína sjónvarp úti á götu um daginn, svo nú get ég loksins horft á alla dvd-diskana mína. Endalaust sniðugt kerfi þessi götuendurvinnsla, þú bara setur út á stétt það sem ekki lengur hentar þínum lífstíl og einhver annar tekur það heim. Sjónvarpið mitt sat á risakassa utan af flatskjá, svo ég get líklega mætt eftir 3 ár og sótt flatskjáinn.

Nú er sumarið að koma, fyrsta frí sumarið mitt í fjögur ár, ummmm sumar sumar og sól.

Bestu kveðjur,

;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband