Brúðkaup

Já, það var þvílík stemning á trafalgar í dag. Fólk fagnaði mikið þegar brúðurinn steig úr vagninum og konur á öllum aldri feldu tár. Torgið var girt af svo erfitt að sjá skjáina en mér tókst þó að sjá vel yfir þar sem flestir ferðamenn eru stuttir í báða enda, eða svo virðist vera. Eftir athöfnina var þó opnað inn á torgið og var magnað að heyra drunurnar þegar herflugvélarnar flugu yfir. Við veifuðum líka félögum Villa í þyrlunni þegar þeir flugu yfir torgið áður en þeir flugu yfir höllina.

Magnað að fylgjast með fólkinu og þetta skipti fólk greinilega miklu málu, og það hafði áhrif á mig. Ég næstum klökknaði bara þegar fólkið fagnaði sem mest.

 

 Seinni kossinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hefði sko ekki haft neitt á móti því að vera þarna á svæðinu og fá að upplifa þetta! úff

aðalheiður (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 02:20

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Já, segðu :)

Unnar Geir Unnarsson, 2.5.2011 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.