Gaddfreðinn fuglahræða

Um daginn sýndi ég fyrstu æfinguna mína. Ég lék án hluta þegar ég kem heim og byrja að læra heima. Það gekk allt í lagi, ég fékk góða gagnrýni. Sem sagt hvað ég þyrfti að laga og bæta og svoleiðis. Ég var aðeins að reyna of mikið að sýna hvað ég væri mikið að vanda mig. Í staðinn fyrir að vanda mig bara. Gerði ekki allt nógu skýrt. En miðað við fyrstu æfingu bara fínt. En eitt fór mikið í taugarnar á mér. Númer eitt: Strákurinn sem hangir í tímum spyr aldrei spurninga og tekur ekki þátt í tímum nema með örfáum undantekningu. Hann hafði lítið sem ekkert æft sig síðan síðast, og árangurinn eftir því. Hann er samt að fara útskrifast í vor, af hverju er ekki lesið yfir hausamótuntum á honum? Númer tvö: Stelpan sem grenjar. Hún var ekki alveg að gera sig í þetta sinn. Vitið þið af hverju? Vegna þess að mamma hennar sagði henni að hún væri að drepa sig(mamman er með veikt hjarta). Jebb, hún gat ekki leikið sig vinna í tölvunni af því mamma hennar var vond við hana fyrir langa löngu. Ok, það er ömurlegt að segja svona við barnið sitt. En eftir 3 ár í ASAD ætti manneskjan að vera búin að læra að klára hugsanir, í það minnsta leggja þær til hliðar. Svona rétt á meðan hún leikur, eða hvað? Þannig umræðan snerist um orð mömmunar en ekki af hverju hún lék ekki betur en hún gerði. En sem sagt þau tvö komu með undarlegustu athugasemdirnar. Hann bara skildi ekki hvað ég var að gera, og hún heyrði ekki í blaðsíðunum flettast í huganum á mér. Okei ég gæti hafa valið eitthvað skýrara að gera(en allir aðrir skildu mig) og já ég hugsaði ekki hljóðið. En þetta var fyrsta æfingin mín, slappa af hérna. En það sem ég hugsaði var: Heyrðu góða, lítu þér nær kona ég er alla vegana ekki eins og gaddfreðinn fuglahræða með grátstafinn í kverkunum! En ég sagði nú samt ekkert.

Við spjölluðum aðeins í dag ég og fuglahræðan. Og hún er alveg fín, en hún er svolítið óörugg og vill öllum vel. Við þurfum bara að kynnast áður en við getum farið að gagnrýna hvort annað, á uppbyggjandi hátt. Hann er líka mjög fínn strákur og leikur ágætlega, en er upptekinn af því að vera kúl. Ég er líka fínn en stuttur í mér þolinmæðis þráðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Gott að þú ert þroskaður strákur/maður og gefur fólki tækifæri

(á erfitt með að sjá þig fullorðnast, okok þú verður alltaf strákur fyrir mér) 

Lilja Kjerúlf, 26.10.2007 kl. 12:23

2 identicon

Hann er stundum til vandræða þessi þolinmæðisþráður en það er hægt að lengja í honum.

Ída (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband