Komin aftur

Jæja,

Ég dvaldi um helgina á litla íslandi. Það var ákaflega hressandi að koma í rokið og rigninguna. Sérstaklega var gott að hitta alla góðu vini mína og ættingja alla saman. Ég er ákaflega heppin með fólkið í kringum mig. Allir eru bara áfram Unnar, ekki gefast upp, hættu þessu væli og njótu þess að vera þarna.  Einmitt sem ég þarf, takk kæru vinir.

 Annars var dökkt yfir, þrátt fyrir bjarstsýni og hamingju. Ástráður afi strákana hennar Huldu frænku dó um daginn og nú um helgina dó pabbi hennar Þórunnar Grétu vinkonu minnar. Með samúð í hjarta hugsa ég til ykkar allra.

 Kveðja í bili,

Unnar Geir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Unnar það var mjög gaman að fá þig í heimsókn hérna um helgina. Samt mjög leiðinlegt að það skulu vera svona margir að deyja í kringum okkur en svona er þetta bara. Hittumstum jólin hress og kát bless í bili.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 11:55

2 identicon

Takk elsku Unnar Geir, leitt að geta ekki hitt þig neitt.

Þórunn Gréta (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:01

3 identicon

Guði sé lof að þú ert farinn af landinu og farin að blogga aftur....!!!!

Kv. Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband