Stopp

Í dag sagði kroppurinn stopp og neitaði að taka þátt í deginum. Ég er búin að liggja upp í rúmi í allan dag og dorma. Reyndar gat ég platað kroppinn niður í þvottahús til að þvo, ég varð að gera eitthvað.

En síðustu dagar hafa verið annsi langir, ég hef verið að koma heim um 9 eða 10 á kvöldinn. En síðasta miðvikudag keyrði nú samt um þverbak. Þá vorum við til miðnættis. En þá var lokaæfing á útskriftarverki Leikstjóra frá skólanum, og við eigum öll að horfa á og gefa okkar skoðun í lokin. Ég náttúrulega hafði skoðanir, gaf þær samt ekki allar upp. En fékk hrós fyrir, gott miðað við fyrsta árs nema. Ég get ekki beðið eftir að komast á annað ár, þá kannski verður maður tekinn alvarlega.

En elskurnar mínar, verkið var nú ekki upp á marga fiska. Konu greyið sem var að rembast við að leikstýra var nú ekki alveg að gera sig. Ég veit ekki alveg hvað viðmiðið er í skólanum, ég hef aðeins séð þetta eina útskriftarverk. En þetta var bara algjört prump og hana nú. Tvær systur og píanó, fjallar um tvær systur og píanó. Jebb, stuð ekki satt? Nei,nei þetta er svona stofu drama, allan tíman er eitthvað að fara gerast og svo er það alveg að gerast og þá er verkið búið. Og ef verkið er ekki vel uppsett þá finnst áhorfandanum hann vera svikin og tíma hans sóað. Svona verk eru viðkvæm því það er svo auðvelt að fara ofhlaða þau í stað þess að leyfa þeim að lifa í einfaldleika sínum. Það var einmitt það sem leikstjórinn gerði hér. Leikmyndin var alltof flókin og ruglaði fólk. Því það virtist vera hægt að labba inn og út og upp á þak um allar dyr og fólk birtist hér og þar eins og í hurðafarsa. Sömuleiðis hefði samband persónanna þurft meiri vinnu og svo var verið að flækja og rugla okkur með ímynduðum og raunverulegum persónum sem stungu upp kollinum við og við. En þarna var ein leikkona að nota vísindin og ta tamm, þau virka. Hún notaði þau ekki alveg rétt en hafði leiðrétt þau í gærkvöldi. Og sannaði þar með að það sem ég hef efast um. Ef hráefnið er rétt virkar uppskriftin.

Lifið heil  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur semsagt verið jafn skemmtilegt og Kirsuberjagarðurinn...

Helga (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Nákvæmlega, aldrei gleymi ég þeirri ferð maður minn lifandi

Unnar Geir Unnarsson, 17.11.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband