Allt i lagi

Eg lifi. En bara allt a fullu nuna. Eg rett skrapp til ad kikja a postinn minn milli aefinga, thad er nefnilega net kaffi beint a moti skolanum. En their eru ekki med islensku stafina, skritid ekki satt?

Skrifa meira thegar eg kemst heim.

Bless i bili 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ..jámm það er mjög skrítið að breskar tölvur séu ekki með íslenskum stöfum.. en það er alveg frábært jólaveður 20 cm. snjór og í gær var bylur við mamma vorum að steikja laufabrauð í morgun og ilmar húsið af laufabrauði. Svo var ég að búa til aðventukrans þannig að það er bara allt brjálað hér á selási 16. Annars er allt gott að frétta af okkur...sjáumst um jólin bæbæ

aðalheiður (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 11:45

2 identicon

Þetta álag þarna niður frá á þér drengur er svo mikið, að það er farið að bitna all svakalega á okkur svarta almúganum upp á kili sem fær ekkert blogg úr að moða.

Hvernig reiðir t.d. af öllum þessum hommum þarna í kringum þig, grátandi leiklistarnemum á þriðja og fjórða ári.  Þessum kennurum sem eru nú alveg sér á parti, litríkir og skemmtilegir. Og ekki veit maður neitt frá Kína hverfinu. Ekkert um þínar hugsanir, upplifanir, reynslu og efasemdir. Nei þetta gengur ekki lengur, hvað er síminn þarna niður frá í skólanum?

Kveðja úr frostinu,

Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 00:24

3 identicon

Mætirðu ekki pottþétt á jólaballið á Egilsstöðum? Mig vantar karlmann þangað sem kann að dansa. Getur sýnt listir þínar á miðju dansgólfinu svona eins og í bíómyndunum og allir standa í hring í kringum þig og klappa!! Geggjað!!

Soffía (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband