niður upp upp upp...

Nei, ég er ekki að lýsa hugarástandinu heldur dansinum sem við lærðum í dag. Við erum sem sagt enn að læra sögulegadansa. Í dag hoppuðum við um hneigðum okkur og snérumst í hringi. Niður upp upp upp er sem sagt spor, sem fólk notaði til þess meðal annars að ferðast hringinn í kringum hvort annað.  Danskennarinn , þessi með barna höfuðið, hafði greinileg fengið dansi buxur í jólagjöf. Þær voru blára pumastrets buxur. Mjög smart. En það breytir því ekki að hann er þrumu kennari, og við lærum öll mikið af honum um leið og við skemmtum okkur. Annars er skólinn bara fínn, bara þrír dagar liðnir. En þetta er allt fljótt að komast í sama farið. Sem er bara fínt. Engin ný fög eða kennarar. En það breytist eflaust eftir miðannar fríið. Í dag vorum við líka á grímunámskeiði. Vorum að vinna með sviplausar grímur. Það var mjög áhugavert. Merkilegt hvað þú getur sagt mikið án svipbrigða og raddar. Á morgun er svo ballet og steppdans. Ég get ekki beðið eftir að fá tækifæri til tippla á tánum og svífa á manndraps fótunum. Svo sýnum við eitt verk. Ég kem inn í eina og hálfa mín. og segi: Halló, hvað ert þú að gera hér, gamli maður? Tek ofann hattinn og horfi flóttalega í kringum mig. Þegar hinn segir:... bráðin er mín! Segi ég: Ég kom hingað til að finna pípara til líta á baðherbergisleiðslurnar. Þá segir hinn:...farðu! Ég horfi á hann, horfi á vegginn, hugsa og fer út. Jebb, svona er þetta. Töfrar leikhúsins eru ótrúlegir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:)

Helga (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.