Heimavinna

Allt fyrsta árið fékk þá heimavinnu að finna sér maka. Við höfum tvær vikur til að finna einhvern/einhverja nógu þolinmóða/an til að hanga með leilistarnema sem er allan sólarhringinn í skólanum og talar bara um sjálfan sig. Það kom nefnilega upp að öll erum við einhleyp, og sum hver okkar annsi pirruð á því. Veit ekki hvernig þetta á að ganga. Við erum alltaf í skólanum. Nema við byrjum hvert með öðru kannski. Ég er ekkert svakalega spenntur fyrir því. Þetta eru nú engir folar á fæti þessir drengir. En allt er hey í harðindum eða hvað? Ég læt ykkur vita hvernig þetta gengur allt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér heyrist að þessi skóli líkist því sem maður heyrir um herskóla þú ferð kannski bara í breska herinn eftir þessa þjálfun

Mamma (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:52

2 identicon

Hefði nú verið töff að koma með maka frá Róm Annars er hægt að vera skapandi og búa hann til. Greinið það

Ída (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Já mér líður nú oft þannig, hér er allavega her agi.  Ída, það eru nú ítalir víðar en í Róm.

Unnar Geir Unnarsson, 30.4.2008 kl. 07:03

4 identicon

Já það eru ítalir víðar en í Róm, af því hef ég spurnir. Og ég segi bara go go go Unnar Geir, þú ert alveg að meika það. Don´t give up, don´t give up (kannastu við lagið?....).

Heragi er geggjað tæki, og svo að hugsa lífið er einfalt.

Segðu svo að maður fylgist ekki með!! ..

 Og þarna listinn... þurfum að búa til okkar lista við tækifæri.  Ekki endilega endanlegur listi að mínu mati.......

Hafa hlýtt hjarta og kalt höfuð... það er málið...t.d. setja það á listann ... kalt höfuð ákveður að vera heima og kaupa rúm, hlýtt hjarta segir Róm ... 

Mér finnst nú sniðugur að halda bakinu og sleppa Róm.

Góða helgi!

kveð Href

Hrefna (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.