Jæja...

Það gekk vel að flytja La Bohéme aríuna í dag. B-ið steinlá. En eftir er glíman við háa C-ið. En það kemur þegar ég hita upp en lætur ekki sjá sig í aríunni. En mikilvægast er að myndirnar og hugsun persónunar komist til skila, þetta er nú leiklistarskóli ekki söngskóli. Með því að byggja upp umhverfi og hugsun persónunar þá fylgja tónarnir.

Við hoppuðum og skoppuðum um í fimleikum í dag. Alveg merkilegt að maður skuli borga fyrir þetta, ha? Ég er samt ekki frá því að ég sé allur að koma til. Kollnísarnir mínir eru allavega bara nokkuð góðir.

Við vorum líka að læra tala í dag. Við útlendingarnir í skólanum kunnum nefnilega ekki að tala. Erum öll svolítið kjánaleg þegar við tölum. Sérstaklega sú sænska, æi svíar þeir eru svo vitlausir.

Þeir ætla að taka af mér júróvision. Já, já sýningar á laugardagskvöldi, alveg frábært. Og mig sem langaði svo í íslendingafélags partýið. Þau ætla að bjóða upp á sómasamlokur og allt.

En þetta er annars bara nokkuð gott og á ágætis siglingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég trúi ekki að þú missir af eurovision!!! Hvað er að þessum Bretum!! En sá fyrstu undankeppnina í gær og þú ert kannski ekki að missa af miklu... nánast allir söngvararnir voru falskir og aðeins undirtóni..

Háa c-ið verður lítið mál, trúi ekki öðru.. hugsaðu bara bjart

kv. Hildur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.