Allt að koma

Ég átti gott tal við einn kennarann í gær. Hún er mjög klár og getur séð margt sem er í gangi í höfðinu á manni... og konu, pilti og stúlku. Allavega er margt sem ég ekki sá sem ég þarf að klára. Merkilegt þegar einhver spyr hugsar þú þetta? og þú fattar um leið að þú hefur alltaf gert það. Án þess að hafa verið meðvitaður um það. Svo er spurt hvaðan kemur þessi hugsun? og svarið kemur um leið, einhver minning birtist og þú sérð og skilur af hverju þetta er að brjótast um í höfðinu á þér. Um leið og hugsunin verður ljós er ferlið hafið að klára hugsun. Þú sér að þú þarft ekki að hafa þessa hugsun, hún gerir þér ekkert gott. Í staðin skapast rými fyrir nýjar og gagnlegri hugsanir. Flest okkar bera með okkur þungar hugsanir sem spruttu út frá hugsun sem varð til vegna atburðar. Atburðar sem kannski enginn annar tók eftir. Til dæmis pabbi lofaði alltaf að fara með mig í sund en gerði það aldrei = Það er ekki hægt að treysta körlum, allir hinir pabbarnir fóru með börnin sín í sund = Ég er utanveltu, Lífið er ekki fyrir mig.  Svona til dæmis, en hugsanir eru bara hugsanir. Þetta eru bara efnaskipti í heilanum á okkur og við getum alveg skapað jákvæðar hugsanir eins og neikvæðar. Við þurfum bara að ákveða hvorar við viljum til að fylla okkar huga.

Verð að rjúka í skólann.

Lífið er gleði, lífið er einfalt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eins og þú kannski veist skalf allt fyrir sunnan í gær sem betur fer engin alvarleg slys hér er allt með kyrrum kjörum að vanda .sem betur fer kom smá rigning til að skola allt rykið í burt

Mamma (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 09:37

2 identicon

hæhæ er stödd á borgarfir'i eins og er, er orðin rosalega spennt að koma og hitta þig..heyri öruglega í þér í kvöld

aðalheiður (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband