Koppafeiti

Í dag byrjum við að æfa hið mikla bókmenntaverk söngleikinn Grease. Jebb, ég hlakka svo til að kafa til botns í hyldýpi þrúgandi meininga og ... ooh ég get ekki haldið áfram. Það tók mig 3 daga að komst í gegnum þessar 60 blaðsíður sem verkið er. Ekki vegna þess hve flókið það er heldur hversu leiðinlegt þetta er. Hæ, hæ, eigum að dansa já dönsum veiii Hæ ,hæ eigum að gera við bíl já gerum við bíl veii syngjum um bílinn já veiii dönsum. Hvað er í gangi? Dúdda mía þetta er svo mikil andsk. froða. En lífið er einfalt, ekki satt? Þetta verður ágæt, það fer vonandi engin að grenja núna.

Lokasýning í gærkvöli á Electric roses, það gekk bara mjög vel. Liðsheildin var góð, við einbeitum okkur að settu marki, allt gekk upp. Það fékk svolítið á fólk hvað fyrsta árs nemarnir sýndu góðann leik. 2-3 þriðja ár er nefnilega ekki alveg að gera sig... Áfram fyrsta ár ne ne nene ne ;) Maður má nú vera glaður með sig, en ekki á kostnað annara. En hvað með það, þau lesa ekki íslensku. Haha!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott ad heyra hvad allt gengur vel. Er lika viss um ad thu tekur thig vel ut i Grease, hvada hlutverk ertu ad aefa fyrir?

Guja besta (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:07

2 identicon

haha þú í grease.. hvenær byrja sýningar? þetta verð ég að sjá...

Aldís Fjóla (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Guja, það er nefnilega málið það verður ekki castað fyrr en eftir viku eða meir svo ég verð að vona það besta en búa mig undir það versta. Ég vona að ég verði einhver gamal sem dansar ekkert eða einhver í hjólastól.

Frumsýning er áætluð í byrjun sept Aldís og engum er boðið :I

Unnar Geir Unnarsson, 16.7.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband