Gengur og gengur ekki

Já já þetta er nú allt svona frekar rólegt hérna meginn við atlants hafið. Lestarfólkið er í verkfalli en ég tek ekki lest svo mér er nokk sama. Það gera hinsvegar milljónir annara hér í borg. Var að hugsa hvað ef strætóbílstjórar í reykjavík færu í verkfall, það myndi enginn taka eftir því.  Nema það væri meira pláss á götum borgarinar. Það tekur enginn strætó nema nemar og gamalt fólk, lið sem hvort sem er alltaf að kvarta.

 Skólinn minn er alveg kostulegur, við erum að fara flytja í nýtt húsnæði. Hvenær veit enginn, kannski um helgina. En við nemendurnir eigum að pakka öllu draslinu, jebb við sem erum á fullu að æfa sumarsýningu skólans eigum að taka svo sem eina helgi í að flytja skólann. En eins og ég sagði þá flytjum við kannski ekki um helgina, við eigum samt að mæta um helgina því þá getum við bara æft í staðinn eða eitthvað. Svo voru þau að tilkynna okkur að það ætti að vera sýning daginn eftir að önninni lýkur...en hættu svo við það þegar í ljós kom að fólk  hafði af einhverjum sökum gert sér aðrar áætlanir. En þetta ætti svo sem að vera komið í vana, maður verður samt alltaf jafn hissa.

Já, þeir eru skrítnir þessir útlendingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þið eigið ykkur líf. Mennirnir unnu að því hörðum höndum allt síðast ár að skemma það.

Kv Ída

Sæþór er farin að labba enda orðin leikskólastrákur.

Ída (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Til hamingju Sæþór, áfram gakk ;)

Unnar Geir Unnarsson, 21.8.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband