Minning

Nú hefur hún elsku amma mín loksins fengið friðinn. Amma mín í Merki var yndisleg kona sem vildi allt fyrir mann gera. Með bros á vör og mjúka lykt af fillterslausum camel tók hún opnum örmum á móti gestum í dyrunum á Merki og leiddi að svingandi tertuhlaðborði. Endilega fáið ykkur meira, þetta er svo gott í kroppinn, var hún vön að segja.  Amma sem ég man eftir er Dísa í Merki á rauða bílnum á fleygi ferð í öðrum gír, amma í eldhúsinu að elda eitthvað í brúni sósu eða amma að hreinsa beðinn í garðinum. Amma og Afi í Merki voru mér góð og ég á margar minningar um þau sem ég geymi í hjarta mér. En ég man líka eftir Ömmu á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum eftir slysið. Ég heimsótti hana oft og stundum náðum við að eiga stund þar sem hún vissi af mér. Þær minningar eru mér dýrmætar. En þegar ljóst var hún myndi ekki ná bata urðu sporinn sífellt þyngri. Eftir að ég
flutti suður var ávalt erfitt að koma austur og sjá hana liggjandi þarna hjálparvana. Þessa sjálfstæðu sterku konu sem hafði helgað líf sitt að hjálpa öðrum, konu sem aldrei vildi vera upp á aðra kominn. En svona er lífið og lítið við því að gera. Aðeins góður guð getur hjálpað okkur að skilja hvers vegna hún Amma mín þurfti að ganga þessa þrautargöngu. Ég er feginn að hún þarf ekki lengur að kveljast og að hún hefur loks fengið hvíldina sem hún svo þráði. Ég þakka guði fyrir stundina sem við áttum saman síðast og ég veit að hún kveið ekki ferðinni sem hún átti fyrir höndum.
Elsku Amma, Guð blessi minningu þína og geymi.

Nú legg ég augun aftur,
Ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
                                Foersom-Sb 1871-S. Egilsson
Unnar Geir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samhryggist innilega minn kæri... Amma þín var afskaplega góð við alla sem áttu leið um í Merki og gaf mér alltaf frosið konfekt þegar ég kom.. það var dásamlegt..

Aldísin (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:12

2 identicon

Falleg minningargrein, svona ommur a fullri ferd i odrum gir eru aedislegar. Eg er lika viss um ad hun nytur lifsins nuna hinumegin.

Guja (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:14

3 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

takk fyrir

Unnar Geir Unnarsson, 9.10.2008 kl. 10:36

4 identicon

falleg orð elsku kallinn minn , það er erfitt að hafa þig svona langt í burtu þessa daga en ég veit að þið áttuð góða stund núna í sept. Minningar getur engin frá okkur tekið þær eigum við ein. Guð veri með þér kallinn minn

Mamma (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:33

5 identicon

Elsku Unnar minn

Ofsalega falleg orð sem þú skrifar um ömmu. Hugsum til þín í dag og ég færi henni rós frá þér.

Knú knús þín stóra systir

Það biðja allir alveg ofsalega vel að heilsa þér

Ída (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:54

6 identicon

Samhryggist elsku Unnar.

Agnes (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:44

7 identicon

Ég samhryggist þér Unnar.

Sóley (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:53

8 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

takk fyrir, takk takk

Unnar Geir Unnarsson, 10.10.2008 kl. 19:29

9 identicon

Hæ elsku Unnar Geir.

Votta þér samúð við fráfall ömmu þinnar elsku vinur.  Einnig hugsar maður til þín þessa dagana sem nema erlendis, hvernig er það, kemurður ekki bara heim? Sendi þér baráttukveðju og samúðarkveðju og hvatningarkveðju og allt.  Taka einn dag í einu.

Kv. Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 19:35

10 Smámynd: Þorbjörg Sandra Bakke

Ég samhryggist

Vonandi hefurðu það gott.

Þorbjörg Sandra Bakke, 11.10.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband