Bretar sýna íslendingum samhug

Breskur almenningur er rétt eins og við íslendingar undrandi á hegðun breskar stjórnvalda gagnvart íslenskaríkinu. Að konungsveldið sameinað ráðist á vinveit smáríki, evrópuþjóð, NATO ríki þetta sérstaka, listræna álfaríki sem aldrei hefur unnið júróvisíon. Þeir bretar sem ég hef talað við telja Gordon Brown hafa algjörlega farið offari og framkoma hans verið þjóðinni til skammar. Hann hafi allt of seint og á gjörsamlega rangan hátt allt í einu ákveðið að vera sterki leiðtoginn. En þá hafi kraftarnir ekki verið meiri en svo að hann fann eitt fámennasta smáríki í evrópu til að beita valdi sínu á, og það í krafti hryðjuverkalaga. Nú er ísland óvinaþjóð, hryðjuverkamenn. Félagi minn í skólanum sagðist fullur viðbjóði og skömm yfir framferði forsætisráðherra síns, forsætisráðherra sem enginn kaus, ekki einu sinni hans eiginn flokksfélagar. Skóli minn sýnir ástandinu fullan skilning og hefur ekki séð neina ástæðu til að bregðast sérstaklega við. Eina sem eigum að hugsa um er námið, annað kemur bara í ljós. Þeir bretar sem ég hef talað við spyrja hvernig fjölskyldur okkar heima fyrir hafa það og hvort ástandið sé mjög slæmt og lýsa áhyggjum sínum á stöðunni. Íslenskaþjóðin er sterkari sem aldrei fyrr segji ég, það þarf nú meira getulausa, út úr kú, uppgjafa breska pólítíkusa til að slá okkur út af laginu.

Við gefumst ekki upp þó móti blási.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Það er gott að heyra að þér sé sýndur kærleikur og skilningur. Ég hef skrifað tvær greinar á ensku á blogginu mínu báðar lýsandi hvernig mér líður gagnvart aðgerðum Gordon Browns og hans lýðs. 

Ég veit um Íslendinga sem eru ekki eins heppnir og þú, og fá lítinn samhug, hvað ætli valdi því..?

Gott að vita af þér með góðum Bretum, enda er ekkert við hinn almenna Breta að sakast, heldur bara hans bölvuðu ríkistjórn.

bk.

Linda, 19.10.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Segðu, sameinaðir stöndum vér!

Unnar Geir Unnarsson, 19.10.2008 kl. 22:11

3 identicon

Gott að heyra að þú færð stuðning í skólanum þínum. Játa að ég hafði smá áhyggjur af þér hvernig væri tekið á þessu þarna er búin að heyra ýmislegt

Mamma (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.