Sambandi verð að ná sambandi

Jæja, þá er ég kominn í samband aftur. Ég nefnilega tók mig upp síðast liðinn fimmtudag og flutti búferlum. Nú bý ég nær skólanum í íslendinga kommúnu. Ég verð samt ekki lengi hér því íslendingarnir hafa nefnilega náð þeim merka áfanga að láta reka sig úr íbúðinni svo ég verð bara hér í mánuð. Þá flytt ég inn á gistiheimili í tvær vikur, til íslands í aðrar tvær og  byrja svo að leiga með krökkum úr skólanum eftir áramót. Gaman af þessu.

Annars voru systur mínar þrjár hér um helgina og vel það. Það var frábært að fá þær, og var mikið gengið, hlegið og skoðað um helgina. Svo hitti svo skemmtilega á að Hjálmar mágur var einnig á svæðinu þannig að yngri deild fullorðinna í fjölskyldunni að Ragga hennar Hildar undanskyldum gerði sér glaðan dag í miðri kreppunni í sjálfri london.

Sambýlisfólk mitt ætlar að halda upp á væntanlegan sigur Obama í kvöld, svo ég skrifa meira seinna, ég ætla að kikja inn í eldhús í eina sigur skál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu að gerast förumaður þarna í kreppunni

Mamma (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 10:35

2 identicon

 hææ .. það var alveg rosalega erfitt að skilja þig eftir á flugvellinum. En þetta var samt mjög skemmtileg ferð og verður lengi í minnum höfð eins og maður segir á góðri íslensku.
kv. aðalheiður

aðalheiður (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:36

3 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

kreppa er bara hugarástand, ekki satt?

Já, Aðalheiður lífið er endalausar kveðju stundir... nei nei það er gaman að hittast og njóta þess að eiga góða að. Svo er nú ekki langt til Jóla, jóla hvað?

Unnar Geir Unnarsson, 6.11.2008 kl. 01:10

4 identicon

Takk fyrir frábæra daga.

Lífið er ekki endalausar kveðjustundir heldur fullt af samverustundum

Ída (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:26

5 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

takk sömuleiðis Ída mín, alveg sammála.

Næst förum við systkynin í menningarferð í bústaðinn á flúðum, einhverntíman áður en Hildur mætir með litla fænda

Unnar Geir Unnarsson, 6.11.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband