Jerimías og jólatré

Ja hérna hér hvað maður getur borðað mikið. Ég sat á tveimur stöðum í gær við eldhúsborðið og í sófanum. Þvílíkt sældarlíf.

Ég skellti mér á lífið á egillstöðum um daginn, fór á Skjálfta en það er barinn á egilsstöðum. Ég hef nú komið á hressari búllur, verð ég nú að segja. Þrátt fyrir mínar bestu tilraunir til að koma stuði í liðið, sátu héraðsmenn og konur sem fastast og harðneituðu að hafa gaman. Maður má nefnilega ekki  fara út fyrir normið á Egs, helst bara sitja út í horni í svartri kaupfélagskápu og segja jæja. En þau höfðu þó eitthvað um að ræða í þetta sinn, greyin.

Hildur söng eins og engill í miðnæturmessunni á aðfangadag, eða kannski meira eins og valkyrja, hörkurödd sem stelpan er með. Við fórum því tvisvar í kirkju þessi jól, þannig næstu jól þarf ég ekkert að fara. Við pabbi gerðum allt vitlaust í bæjarfélaginu þegar við gengum út á undann prestinum. Það var nú í lagi við vorum búnir að heilsa honum í fyrri messunni, við vissum ekkert að hann væri bara að hafa fataskipti þegar hann hljóp inn á skrifstofu undir eftirspilinu.

Allt sem ég kaupi á íslandi kostar 5000 kr. Ég fór í hagkaup og keypti jólapappír og með kaffinu, 5000 kr, ég keypti stílabækur og penna í office 1, 5000 kr, ég fór í skífuna og keypti tvær jólagjafir, hvað haldiði, 5000 kr. Ég ætti kannski að prufa að kaupa mér bíl, mér skilst að vísu að nú séu menn farnir að gefa með Range Rover jeppunum, spurning að fara snúa sér að jeppakaupum.

Lín lagði inn á mig heilann haug af peningum, samt dugar það varla fyrir næstu tveimur önnum. Ég verð því að finna mér einhverja styrki til að brúa bilið. Látið mig vita ef þið vitið af einhverjum feitum sjóðum. Annars hef ég ekki sótt um styrki heldur boðið fyrirtækjum að kaupa af mér námskeið eða skemmtiatriði. Þannig ég sé ekki bara að betla heldur fái viðkomandi eitthvað á móti. Kannski ég fari inn á íslendingabók og finni einhverja ríka ættingja, það hljóta nú einhverjir ríkir að vera skildir mér.

Í kvöld ætla ég svo að skella mér í góðra vina hópi að skella mér á dansiball með Á móti sól. Söngvarinn er nú svo heppinn að vera frændi minn... HEI! Talandi um ríka frændur, kannski hann geti gefið mér pening? Spurning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mann notar bara þessa bláu peninga núna hinir fara bara í klinkbaukinn.

Þú getur nú ekki kvartað yfir skemmtanaleysi þegar ball er annarsvegar.

Kv Ída sys (ójá nú er verið að borða á sig forða fyrir stórukreppu)

Ída (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Nei, það er satt. Það er samt spurning hvað maður gerir á skemmtuninni ;)

Unnar Geir Unnarsson, 26.12.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband