frí

Þá er miðannar fríið runnið upp og hef ég ákveðið að fagna því með því að leggast fyrir og hafa það skít. Ég er samt að hugsa um að gefa veikindunum langt nef og fara bara niður í og finna mér eitthvað til dundurs.

Leikstjórnarverkin mín hafa ekki verið að ganga sem skildi, ég hef hæfileika til að leikstýra en söguþráðurinn í verkunum gengur ekki alltaf upp. Ég þarf því aðeins að leggjast yfir þetta og sjá hvernig ég get gert þetta einfaldara. Ég hugsa víst of mikið um stílinn frekan einbeita mér að innihaldinu. Ég hef samt sýnt 4 sýningar þessa önn þegar hinir leikstjórarnir hafa bara sýnt 2 í mesta lagi, ég veit magn er ekki sama og gæði en samt...

Ég hef verið frekar þungur síðustu daga kannski er það þessi flensa, en líklega er það bara venjulegt miðannar þunglyndi. Það getur samt verið erfitt að hlusta á eintómt væl og skæl alla daga, og allt er svoleiðis greint ofann í kjölinn og lengra en það. Stundum vill maður bara fá frí og gera eitthvað skemmtilegt. En svo þegar þessi "skemmtilegu" fög eru kennd er maður svoleiðis búin á því að maður rétt nær að gera helminginn af því sem maður getur í raun og veru.

Æi, ég ætla hætta þessu tuði og koma mér út í sólina og hugsa um allt nema skólann og fortíðar væl og skæl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallú hallú velkomin í frí:)

Þýðir ekkert að leggjast í slen. Hugsa jákvætt, þetta tekur allt enda.

Kv Ída og Sæsi lasiríus

Ída (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.