Páskar?

Já, en eru páskar hér á bæ á frambraut. Í dag barst mér sending að heima sem meðal annars góðgætis innihélt dökkt páskaegg og ljóst páskagos mmmmm.... yndislegt. Kærar þakkir elsku fjölskylda.

Annars gengur hér allt bara vel, enda hef ég lítið sem ekkert bloggað. Það gengur vel með þau verk sem ég hef verið að sýna og sólin skín. Nú hefur Beta ofurkennari sett mér stólinn fyrir dyrnar og skyldað mig til að finna mér kærasta áður en sumar önnin hefst. Aðrir nemendur hafa einnig fengið þetta heimaverkefni áður en nú er komið að mér. Ég get svo sem upplýst að vandamálið er reyndar ekki þessa stundina að finna einhvern, málið er frekar hvern skal velja. Já, misjöfn eru mannanna mein.

Svo verð ég nú að lýsa yfir:

Undrun minni yfir þessum lýð sem tók yfir hús á vitastíg og gerði sig svo að einhverjum fórnarlömbum þegar átti að rýma húsið. Kjánaprik.

Ánægju minni með Katrínu litlu Jakobsdóttur Menntamálaráðherra og hugmyndir hennar að Íslenska Óperan flytji í Tónlistarhúsið sem og Íslenski Dansflokkurinn.

Og gleði minni með lífið.

Takk fyrir mig í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú ert svona glaður með lífið :)

Aðalheiður (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:41

2 identicon

Verði þér að góðu kæri bróðir. Hitti bumbus í dag hann vildi ekkert gefa útá það hvort hann væri að koma. Bíðum bara spennt.

Kv Ída Björg

Ída (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:21

3 identicon

Amen;-)

Hrefna (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:02

4 identicon

Mikið er ég sammála þessum skoðunum þínum :) og til hamingju með lífið ;)

Á dagskrá í dag eru kraftgöngutúrar og stigaleikfimi, bumbus skal koma á mánudaginn!

Sjáumst svo eftir ekkert svo langan tíma

bestu kveðjur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband